Frétt úr Austurfrétt.is
Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar hvort gefin verði út sérstök heimild til að geyma meira en þau 15% sem samkvæmt reglugerð er leyft að flytja á milli ára af óveiddum makrílkvóta. Framundan í haust eru nýir samningafundir við nágrannaþjóðir um makrílveiðar. Samkvæmt tölum Fiskistofu er búið að veiða rúmlega 86.500 tonn af tæplega 127.000 tonna kvóta ársins. Lítil veiði hefur verið síðan um 20. ágúst og íslenski uppsjávarveiðiflotinn mestallur snúið sér að síldveiðum.
Þetta kemur fram á fréttavefnum austufrett.is þar sem segir: „Þó fór Hoffell aftur til veiða í Smugunni eftir að hafa landað um 260 tonnum á fimmtudag. Skipið komst ekki til veiða fyrr en seint í júlí vegna tafa í slipp.
Í heildina er staðan sú að um 40.000 tonn eða þriðjungur makrílkvótans er óveiddur. Samkvæmt reglugerð er heimilt að færa allt að 15% af óveiddum kvóta á milli ára. Fordæmi eru þó fyrir því, bæði hérlendis og erlendis, að hækka þá heimild við sérstakar aðstæður.
Í svari matvælaráðuneytisins við fyrirspurn Austurfréttar segir að til skoðunar sé að auka heimildina en engin ákvörðun liggi fyrir. Beðið verði með hana þar til næsta ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins liggi fyrir og hvernig gangi í samningaviðræðum til loka árs.
Samningafundir um makríl í haust
Makríll er deilistofn. Þjóðirnar við Norður-Atlantshaf hafa ekki samið sín á milli um skiptingu kvótans. Þess vegna hafa íslenskar útgerðir lagt áherslu á að veiða sem mest innan íslenskrar lögsögu til að sýna fram á veiðireynslu. Í ár fengust um 61.000 tonn innan hennar.
Í svarinu segir að dreifing makríls sé alltaf breytileg milli ára en traustar upplýsingar um viðveru makríls í íslenskri lögsögu, hvort sem er frá veiðum fiskiskipa eða stofnmælinum rannsóknaskipa sé sá þáttur sem litið sé til við skiptingu deilistofna.
Í norrænum rannsóknarleiðangri farinn var í sumar mældist um 42% minna af makríl í Norðaustur-Atlantshafi. Tæp 20% þess mældust innan íslenskrar lögsögu, en rannsóknarskipin náðu einu sérlega stóru togi suðaustur af landinu.
Í lok næstu viku, 19. og 20. september, er fyrirhugaður samningafundur um makríl. Til stendur að halda viðræðum áfram í október.“
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst