Minni afli hjá ísfisktogurunum

Ísfisktogarar Síldarvinnslunnar og Bergs-Hugins öfluðu minna á nýliðnu ári en á árinu 2019 greint er frá þessu á vef Síldarvinnslunnar. Er helsta skýringin minni sókn vegna aðstæðna sem mynduðust á mörkuðum í kjölfar heimsfaraldurs. Hinsvegar er verðmæti aflans stöðugt milli ára. Afli ísfisktogarnna á árinu 2020 og verðmæti afla þeirra var sem hér segir:   […]

Loðnuleit heldur áfram

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir stöðu loðnuleitar. Vísaði ráðherra til þess í gær fóru bæði rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar ásamt þremur uppsjávarskipum til mælinga á loðnustofninum.  Rannsóknaskipið Árni Friðriksson mun hefja mælingar út af Vestfjörðum en rs. Bjarni Sæmundsson mun leita og mæla á grunnslóð út af Norðurlandi. […]

Stofnvísitala þorsks í frjálsu falli

Á fundi stjórnar Landssambands smábátaeigenda sem haldinn var þann 29. desember var meðal annars til umræðu nýútkomin skýrsla Hafrannsóknastofnunar:  Stofnmæling botnfiska að haustlagi 2020. Niðurstaða umræðna var að vekja athygli á og lýsa áhyggjum vegna lækkunar á stofnvísitölu þorsks, sem mælist nú aðeins rúm 40% af því sem hún mældist í haustralli árið 2017. „Samkvæmt skýrslunni er stofnvísitala þorsks […]

Loðnumælingar hefjast 4. janúar

Áætlað er að halda til loðnumælinga 4. janúar eða eins snemma og veður leyfir. Mælingarnar verða framkvæmdar á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni ásamt loðnuveiðiskipunum Ásgrími Halldórssyni SF, Aðalsteini Jónssyni SU og grænlenska skipinu Polar Amaroq. Um borð í öllum skipunum verða þrír starfsmenn Hafrannsóknastofnunar við að vakta bergmálstæki og vinna úr sýnum. Áætlað […]

Aukaframlag til loðnuleitar

Hafrannsóknastofnun mun fá 120 milljón króna aukaframlag samkvæmt breytingartillögum fyrir 3. umræðu fjárlaga næsta árs til rannsókna og leitar að loðnu. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundaði í gær með fulltrúum stofnunarinnar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um fyrirkomulag loðnuleitar á næstu vikum og mánuðum. Samstaða er um að leitin verði eins umfangsmikil og […]

Loðnu­kvót­inn fer til er­lendra skipa

Haf­rann­sókna­stofn­un gaf í fyrra­kvöld út loðnuráðgjöf upp á tæp­lega 22 þúsund tonn. Sam­kvæmt samn­ing­um eiga Norðmenn og Fær­ey­ing­ar rétt á afla­heim­ild­um úr heim­ild­um Íslands, sem eru tals­vert um­fram þessa ráðgjöf, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Þor­steins Sig­urðsson­ar, sér­fræðings í at­vinnu­vegaráðuneyt­inu sem mbl.is greinir frá í morgunn. Sam­kvæmt þríhliða samn­ing­um eiga Græn­lend­ing­ar 15% af loðnu­kvót­an­um við Ísland og Norðmenn […]

Fiskveiðiárið 2019/2020

Fiskveiðiárið 2019/2020 verður seint talið mikið aflaár í íslenskum sjávarútvegi. Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans nam rúmlega  einni milljón og tíu þúsund tonnum. Mestu munar þar um aflabrestinn í loðnu annað árið í röð. Fiskistofa hefur tekið saman margvíslegar yfirlitsupplýsingar um fiskveiðiárið. Heildaraflinn á fiskveiðiárinu 2019/2020 var rúmlega 1.011 þúsund tonn og dróst saman frá fyrra ári […]

Loðnumæling leiðir til veiðiráðgjafar upp á 21.800 tonn

Niðurstöður loðnumælinga dagana 6. – 11. desember 2020 liggja nú fyrir. Mælingarnar voru gerðar á uppsjávarveiðiskipunum Kap VE, Jónu Eðvaldsdóttur SF, Ásgrími Halldórssyni SF og grænlenska skipinu Iivid. Mælingarnar fóru fram við ágætis skilyrði en hafís í Grænlandssundi takmarkaði yfirferð norðvestan við land. Vestan til var aðallega ungloðnu að sjá en á austari hluta yfirferðasvæðisins […]

Loðna víða en óvíst um magnið

Loðnuleit fjögurra skipa, sem hófst um helgina, er um það bil að ljúka. Hafrannsóknastofnun segir þó lítið hægt að segja á þessu stigi um niðurstöður leitarinnar. Guðmundur Óskarsson, sviðstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir í samtali við Fiskifréttir að það sé ekki fyrr en mannskapurinn og tölur séu komnar í hús og farið verði að vinna úr […]

Kap tekur þátt í loðnumælingum

Ráðgert er að halda til loðnumælinga um næstu helgi á fjórum veiðiskipum. Mælingarnar eru samstarfsverkefni SFS, Hafrannsóknastofnunar og loðnuútgerða, og kostaðar af þeim síðastnefndu því mælingar í desember voru ekki á rannsóknaáætlun Hafrannsóknastofnunar. Niðurstöður loðnukönnunar á grænlenska uppsjávarveiðiskipinu Polar Amaroq sem lauk í síðustu viku sýndu austlægari útbreiðslu loðnu en síðustu ár á þessum árstíma […]