Mesta lækkun í rúman áratug

Verð á sjávarafurðum lækkaði um rúm 1,4% í erlendri mynt í október frá fyrri mánuði samkvæmt verðvísitölu sjávarafurða sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Greint er frá þessu á vef SFS. Miðað við október í fyrra hefur verð á sjávarafurðum lækkað um 7,5% í erlendri mynt. Á þann kvarða hefur lækkunin ekki verið meiri í […]
Veðrið hefði mátt vera miklu betra

Ísfisktogarinn Bergey VE lagðist að bryggju í Vestmannaeyjum í gærmorgun með fullfermi og var uppistaða aflans ufsi. Jón Valgeirsson skipstjóri segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að túrinn hafi einkennst af brælu. „Það gekk vel að veiða ef tekið er tillit til þess að við vorum á sífelldum flótta undan veðri. Við byrjuðum í Sláturhúsinu […]
Hafa fundið loðnu í verulegu magni

Grænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq hélt til loðnuleitar sl. föstudag, en það eru Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sem standa fyrir leitinni. Mun leitarleiðangurinn taka tæplega viku. Sildarvinnslan fjallar um málið á heimasíðu sinni og ræddi við Geir Zoëga skipstjóra skömmu fyrir hádegi en þá var verið að taka sýni norðaustur af Kolbeinsey. „Þessi leiðangur er farinn […]
Mikil eftirspurn eftir síldarhrognum

Spurn eftir síldarhrognum frá Noregi hefur verið meiri í ár heldur en nokkru sinni áður og verðið hefur hækkað í samræmi við eftirspurnina. Ástæða þessa er einkum talinn skortur á loðnuhrognum, en ekkert hefur verið veitt af loðnu við Ísland í ár og í fyrra og sömu sögu er að segja úr Barentshafi. Síldarhrognin eru […]
Lóðsinn aðstoðaði Drangavík til hafnar

Bilun kom upp um borð í togaranum Drangavík VE þegar skipið var á veiðum austur í Breiðamerkurdýpi í morgunn. „Þetta er bilun í skiptiskrúfunni sem veldur því að það er ekki hægt að minnka skrúfuskurðinn. Skipið keyrði fyrir eigin afli til Eyja en það þótti ráðlegt að kúpla frá við Bjarnarey og láta lóðsinn draga […]
Brexit hefur áhrif á deilistofna

Útganga Breta úr Evrópusambandinu um áramót hefur haft mikil áhrif á strandríkjafundum haustsins um stjórnun veiða úr deilistofnum, en þar hafa Bretar tekið sæti sem sjálfstætt strandríki. Niðurstaða náðist ekki á fundi um makríl og verður fundað á ný ekki síðar en 25. nóvember. Varðandi norsk-íslenska síld var ákveðið að setjast niður í janúar til […]
Endurnýjaður samningur við Færeyjar um fiskveiðimál

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra og Jacob Vestergaard sjávarútvegsráðherra Færeyja náðu fyrr í vikunni samkomulagi um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu fyrir næsta ár og um gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu landanna fyrir norsk-íslenska síld og kolmunna. Heimildir Færeyinga til veiða á botnfiski verða þær sömu og í ár eða 5,600 tonn og […]
Útflutningsverðmæti sjávarafurða

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 29,6 milljörðum króna í september. Það er í samræmi við bráðabirgðatölur Hagstofunnar og fjallað er um á Radarnum. Þetta er rúmlega 26% aukning í krónum talið frá september í fyrra. Aukningin í erlendri mynt er minni vegna lækkunar á gengi krónunnar á tímabilinu, eða sem nemur um 10%. Af einstaka tegundum munaði […]
Auglýst eftir skipum til loðnumælinga

Ríkiskaup, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar, hefur auglýst eftir tilboðum vegna tímabundinnar leigu á skipum til bergmálsmælinga á stærð hrygningarstofns loðnu í vetur. Um er að ræða útboð vegna hefðbundinna mælinga sem verða notaðar til grundvallar að lokaráðgjöf Hafrannsóknastofnunar vegna loðnuveiða á vertíðinni 2020/21. Útboðin verða með möguleika á framlengingu til fleiri ára ef aðilar sammælast um […]
Leggja mat á fjárhagslegt tjón

Matsmenn hafa verið dómkvaddir til að leggja mat á fjárhagslegt tjón Vinnslustöðvarinnar og Hugins í Vestmannaeyjum vegna úthlutunar makrílkvóta. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að tjón fyrirtækjanna hafi verið metið af þeirra hálfu og skaðabótakrafa byggð á því mati. Dómkvaddir matsmenn fari nú yfir málið og það ferli geti tekið einhvern tíma. Hæstiréttur felldi […]