Sighvatur í slipp fyrir norðan

Þorgeir Baldursson ljósmyndari á Akureyri sendi okkur þessar skemmtilegu myndir af Sighvati Bjarnasynin VE í Slippnum á Akureyri. Þorgeir heldur úti vefsíðu þar sem hann birtir myndir af bátum af öllum stærðum og gerðum. Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni sagði í samtali við Eyjafréttir að kominn væri tími á klassaskoðunum til að báturinn geti verið með […]

Vinnslustöðin kaupir meirihluta í Hólmaskeri í Hafnarfirði

Vinnslustöðin hf. hefur samið um kaup á meirihluta í fiskvinnslufyrirtækinu Hólmaskeri ehf. í Hafnarfirði, með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Hólmasker er í eigu hjónanna Alberts Erlusonar og Jóhönnu Steinunnar Snorradóttur og nýverið keypti félagið rekstur Stakkholts ehf. á sama stað. Allt starfsfólk Stakkholts var ráðið til starfa hjá Hólmaskeri, um 35 manns. Starfsemin verður eftir sem áður […]

Verðmæti loðnuhrogna aldrei meira

Útflutningsverðmæti loðnuafurða er komið í tæpan 21 milljarð króna á fyrstu 9 mánuðum ársins. Þar af nemur útflutningsverðmæti loðnuhrogna 12,3 milljörðum og hefur aldrei verið meira, að því er kemur fram í greiningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar segir að hrognin nema 59% af heildarútflutningsverðmæti loðnuafurða á tímabilinu. Útflutningur á heilfrystri loðnu í landi, hefur skilað […]

Verkfallsboðun sjómanna gæti tengst loðnuvertíð

Kjara­mál­in mun vænt­an­lega bera hæst, sem og ör­ygg­is­mál, á þingi Sjó­manna­sam­bands Íslands sem haldið verður á fimmtu­dag og föstu­dag. Kjara­samn­ing­ar sjó­manna við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa nú verið laus­ir í tæp­lega tvö ár. Val­mund­ur Val­munds­son, formaður SSÍ, seg­ir í samtali við mbl.is að lítið sé að ger­ast í kjaraviðræðum við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi […]

Skjót og góð viðbrögð áhafnar urðu til bjargar

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE lagðist að bryggju í Neskaupstað um klukkan þrjú í nótt, ellefu klukkustundum eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins á hafi úti. Allur eldur er slökknaður og allir skipverjar heilir á húfi. Þegar eldurinn kom upp um klukkan 16 í gær freistuðu skipverjar þess að slökkva hann en lokuðu vélarrúminu kirfilega […]

Eldur kom upp í Vestmannaey

Eld­ur kom upp í vél­ar­rúmi í fiski­skips­ins Vest­manna­eyja á fimmta tím­an­um í dag. Skipið, sem staðsett var 30 míl­ur suðaust­ur af landi, var á leið í land til Nes­kaupsstaðar til lönd­un­ar með full­fermi. Sam kvæmt frétt á vef mbl.is er skipið orðið raf­magns­laust en skipið Ber­gey VE dreg­ur það nú í land. Skip­verji á Ber­gey-VE seg­ir […]

Betra ef hér væru fleiri skip

Uppsjávarskipið Polar Amaroq er statt við línuna á milli Íslands og Grænlands og leitar loðnu. Heimasíða Síldarvinnslunnar hafði samband við skipið í gær og ræddi við Ólaf Sigurðsson, stýrimann. Ólafur var fyrst spurður hvort vart hefði orðið við loðnu. „Við erum hérna Grænlandsmegin við línuna og það eina sem við höfum séð núna er smáryk. Við […]

Sjórannsókna- og síldarleiðangur

Þann 20. október sl. hófst sjórannsókna- og síldarleiðangur á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Í leiðangrinum verða gerðar mælingar á hita og seltu sjávar á rúmlega 70 stöðum umhverfis landið ásamt því að taka sýni til rannsókna á efnafræði sjávarins, m.a. súrnun sjávar. Þessar rannsóknir eru hluti af langtímavöktun á umhverfisskilyrðum í hafinu við Ísland. Hægt að […]

Brælur og betri verð 

Það er lítið að frétta, það gengur ágætlega í síldinni sagði Sverrir Haraldsson hjá Vinnslustöðinni þegar við ræddum við hann á þriðjudag. Hann sagði brælur og rólegt fiskerí hafa sett svip á bolfiskveiðarnar í haust. „Breki er í haustrallinu fyrir Hafrannsóknarstofnun, hann landaði í gær á Siglufirði. Breki er búinn að taka djúpkantana úti fyrir Vestfjörðum og á Grænlandssundi og langt […]

Ísfélagið með mesta loðnukvótann

Fiski­stofa hef­ur út­hlutað veiðiheim­ild­um í loðnu vegna kom­andi vertíðar í sam­ræmi við afla­marks­hlut­deild út­gerða. Farið var yfir úthlutunina á vef mbl.is í morgun. Ísfé­lag Vest­manna­eyja er með stærsta hlut­inn eða 19,99% og er fyr­ir­tæk­inu því heim­ilt að veiða 125.313 tonn. Þrjú fyr­ir­tæki og tengd fé­lög fara með 56,48% af loðnu­kvót­an­um. Heild­arafli vertíðar­inn­ar má verða allt […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.