Ísfélagið bætir í flotann

Ísfélagið hefur fest kaup á uppsjávarskipinu Hardhaus sem smíðað var í Noregi árið 2003. Skipið er útbúið bæði til flottrolls- og nótaveiða. Það er 68,8 metra langt og 13,8 metra breitt. Í því er 6.120 hestafla aðalvél af gerðinni Wartsila 9L32. Lestar skipsins eru 12 talsins, samtals 1.955 rúmmetrar að stærð. Þess má til gamans […]

Gamla punga­prófið heyr­ir sög­unni til

Frest­ur til að sækja um upp­færslu skip­stjórn­ar­rétt­inda í sam­ræmi við breytt lög renn­ur út 1. janú­ar 2021. Fyrsta sept­em­ber tóku gildi breyt­ing­ar sem Alþingi samþykkti í des­em­ber í fyrra á lög­um um áhafn­ir ís­lenskra fiski­skipa, varðskipa, skemmti­báta og annarra skipa. Með samþykkt frum­varps­ins var skil­grein­ingu í lög­um á hug­tak­inu smá­skip breytt þannig að þau telj­ast […]

Bergur-Huginn ehf. festir kaup á útgerðarfélaginu Bergur ehf

Í dag var undirritaður samningur um kaup Bergs-Hugins ehf. á útgerðarfélaginu Bergi ehf. í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Bergur hefur gert út togarann Berg VE 44 en hann var smíðaður hjá Karstensens Skibsværft í Skagen í Danmörku árið 1998 og hefur verið í eigu fyrirtækisins frá árinu 2005. Togarinn er […]

Gerum betur – ný samfélagsstefna sjávarútvegsins

Íslenskur sjávarútvegur tekur hlutverk sitt alvarlega sem framleiðandi hágæða matvæla og ein af burðarstoðum efnahagslegrar hagsældar þjóðarinnar. Fyrirtæki innan vébanda Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa nú sameinast um stefnu í samfélagsábyrgð, sem grundvallast á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Megináherslurnar lúta að umhverfismálum og nýsköpun. Ábyrg og góð umgengni um náttúruna er skilyrði […]

Einfalda lagaumhverfi skipa

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir nýjum heildarlögum um skip. Markmið laganna er að tryggja öryggi íslenskra skipa, áhafna þeirra og farþega, efla varnir gegn mengun frá skipum og tryggja skilvirka skráningu, merkingu, mælingu og eftirlit með skipum. Þá er þeim ætlað að veita stjórnvöldum nægilegar heimildir til að […]

Byggja myndarlega í Eyjum

Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar í botni Friðarhafnar í Vestmannaeyjum þar sem rísa mun 4.500 fermetra fiskvinnsluhús á tveimur hæðum og frystigeymsla í eigu Leo Seafood. Húsið verður hrein viðbót við núverandi starfsemi Leo Seafood að Garðavegi 14 þar sem nú starfa um 70 manns. Á síðasta ári voru unnin alls 7.000 tonn af hráefni í fiskvinnslu […]

Hafrannsóknastofnun leggur til að ekki verði leyfðar loðnuveiðar á vertíðinni 2020/2021

Bergmálsmælingar á stærð loðnustofnsins fóru fram á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni og norska uppsjávarskipinu Erosi dagana 7. september – 5. október. Frá þessu er greint í frétt á vef Hafrannsóknarstofnunar. Rannsóknarsvæðið náði frá landgrunninu við Austur Grænland frá um 73°20’N og suðvestur með landgrunnskanti Grænlands suður fyrir 64°N, um Grænlandssund, Íslandshaf, hafsvæðis vestan Jan Mayen og […]

Fiskur fyrirferðamikill í útflutningi

Verðmæti vöruútflutnings nam alls tæplega 62 milljörðum króna í september samanborið við rúmlega 50 milljarða í sama mánuði í fyrra. Frá þessu er greint í nýju fréttabréfi SFS. Það er rúmlega 22% aukning í krónum talið á milli ára. Gengi krónunnar spilar vissulega stóra rullu í þessari aukningu, enda var það rúmlega 13% veikara nú […]

Myndavél í hverri höfn

Í drögum að nýrri reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla er gert ráð fyrir að eftirlitsmyndavélar verði settar upp í hverri höfn þar sem sjávarafla er landað. Myndavélunum skal koma fyrir þannig að þær sýni bæði löndunaraðstöðu og vigtunaraðstöðu, og „skulu stilltar þannig að hægt sé með þeim að fylgjast með samfelldri ferð afla frá […]

Grút­ar­meng­un vegna yf­ir­fulls báts

Grút­ar­meng­un kom upp í Vest­manna­eyja­höfná miðvikudagsmorg­un vegna yf­ir­fulls báts sem flæddi úr. Aðgerðir við að hreinsa meng­un­ina tóku um einn og hálf­an tíma og er enga meng­un þar að finna leng­ur, að sögn for­stöðumanns hafn­ar­inn­ar. „Það varð þarna óhapp, yf­ir­fyllt­ist hjá þeim bát­ur­inn. Þetta var að megn­inu til sápa en þetta var líka fiski­lýsi,“ seg­ir Sveinn […]