Ráðgjöf um stöðvun humarveiða fyrir árin 2022 og 2023

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að humarveiðar verði ekki heimilaðar árin 2022 og 2023. Hafrannsóknastofnun leggur jafnframt til að veiðar með fiskibotnvörpu verði áfram bannaðar á afmörkuðum svæðum í Breiðamerkurdjúpi, Hornafjarðardjúpi og Lónsdjúpi til verndar humri. Afli á sóknareiningu árið 2021 var sá minnsti frá upphafi og hefur lækkað samfellt frá hámarkinu árið […]

Súðbyrðingar á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf

Smíði og notkun súðbyrðinga, hefðbundinna norrænna trébáta, er komin á skrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) yfir óáþreifanlegan menningararf. Norðurlöndin stóðu saman að tilnefningunni sem samþykkt var á fundi Milliríkjanefndar um varðveislu menningarerfða í París í dag.Vitafélagið – íslensk strandmenning hafði veg og vanda að undirbúningi tilnefningarinnar fyrir hönd Íslands.Skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkynsins er hliðstæð […]

Bergey aftur til veiða

Bergey VE hélt til veiða að loknu kórónuveirustoppi um miðnætti á sunnudag en þá hafði skipið verið frá veiðum í vikutíma. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar segir frá því að alls smituðust sex menn úr áhöfn skipsins og þeir síðustu úr þeim hópi munu væntanlega ekki geta hafið störf á ný fyrr en á sunnudag. Bergey sigldi strax austur […]

Jólasíldarvals VSV 2021

Jólasíld Vinnslustöðvarinnar var afhent starfsmönnum við hátíðlega athöfn í gær og þar með er hægt að segja með sanni að glitti í hátíðarnar miklu við sjóndeildarhringinn. Ingigerður Helgadóttir, flokksstjóri í uppsjávarvinnslunni, stýrði afhendingarathöfninni. Hún hefur verið í forystu verkefnishópsins sem hóf undirbúningsstörf í október og skilar lostætinu nú eftir að hafa tekið við hálfu þriðja tonni […]

Afmælisrit Ísfélagsins aðgengilegt á netinu

Í tilefni 120 áraafmælis Ísfélags Vestmannaeyja var gefið út veglegt rit sem er nú í dreifingu bæði hér í Eyjum og á Þórshöfn. Ritið er 140 síður og fjallar um sögu félagsins í myndum aðallega. Þemað var fólkið í fyrirtækinu. Ritið er í senn fróðleg og áhugaverð heimild, enda er saga þess samofin sögu Vestmannaeyja […]

Ísfélag Vestmannaeyja 120 ára

Ísfélag Vestmannaeyja hf. var stofnað 1. desem­ber 1901 og fagnar 120 ára afmæli í dag. Félagið er elsta starfandi hlutafélag landsins. Í tilefni afmælisins verður gefið út veglegt rit sem dreift verður í öll hús og fyrirtæki næstu daga, bæði hér í Eyjum og á Þórshöfn. Ritið er 140 síður og fjallar um sögu félagsins […]

Stærstu síldarvertíð í sögu Vinnslustöðvarinnar er lokið

„Ísleifur VE sló botn í veiðarnar á vertíðinni og vaktin í uppsjávarvinnslunni aðfaranótt þriðjudags 30. nóvember lauk við að vinna aflann. Þar með kláraðist vel heppnuð vertíðarlota norsk-íslenskrar síldar og Íslandssíldar. Mér er óhætt að fullyrða að þetta sé stærsta síldarvertíðin í sögu Vinnslustöðvarinnar,“ segir Sindri Viðarsson sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV. Skip félagsins færðu að landi […]

Sighvatur í slipp fyrir norðan

Þorgeir Baldursson ljósmyndari á Akureyri sendi okkur þessar skemmtilegu myndir af Sighvati Bjarnasynin VE í Slippnum á Akureyri. Þorgeir heldur úti vefsíðu þar sem hann birtir myndir af bátum af öllum stærðum og gerðum. Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni sagði í samtali við Eyjafréttir að kominn væri tími á klassaskoðunum til að báturinn geti verið með […]

Vinnslustöðin kaupir meirihluta í Hólmaskeri í Hafnarfirði

Vinnslustöðin hf. hefur samið um kaup á meirihluta í fiskvinnslufyrirtækinu Hólmaskeri ehf. í Hafnarfirði, með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Hólmasker er í eigu hjónanna Alberts Erlusonar og Jóhönnu Steinunnar Snorradóttur og nýverið keypti félagið rekstur Stakkholts ehf. á sama stað. Allt starfsfólk Stakkholts var ráðið til starfa hjá Hólmaskeri, um 35 manns. Starfsemin verður eftir sem áður […]

Verðmæti loðnuhrogna aldrei meira

Útflutningsverðmæti loðnuafurða er komið í tæpan 21 milljarð króna á fyrstu 9 mánuðum ársins. Þar af nemur útflutningsverðmæti loðnuhrogna 12,3 milljörðum og hefur aldrei verið meira, að því er kemur fram í greiningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar segir að hrognin nema 59% af heildarútflutningsverðmæti loðnuafurða á tímabilinu. Útflutningur á heilfrystri loðnu í landi, hefur skilað […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.