Vestmannaey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum sl. laugardag og Bergur VE landaði nánast fullfermi í Neskaupstað í á mánudag. Afli Vestmannaeyjar var mestmegnis ufsi sem fékkst á Kötlugrunni og segir Arnar Richardsson, rekstrarstjóri skipanna í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar, að þarna sé um að ræða besta ufsatúr í langan tíma. Afli Bergs var aðallega ýsa og þorskur og fékkst hann á Ingólfshöfða, í Sláturhúsinu og á Tangaflaki. Bæði skip héldu til veiða á ný strax að löndun lokinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst