Ný íslensk síða um sjávarútveg

Stýrið er nýtt veflægt sjókort sem áætlað er að fari formlega í loftið í lok ágúst eða við upphaf nýs fiskveiðiárs. Það stendur til að einblína á sjávarútveg og birta upplýsingar um staðsetningu fiskiskipa af öllum stærðum og gerðum. Hugmyndin varð til í byrjun febrúar á þessu ári og hefur verið hliðarverkefni síðastliðna mánuði. Síðustu […]

Samdráttur í útflutningi á sjávarafurðum

Útflutningsverðmæti sjávarafurða var rúmir 23,7 milljarðar króna í maí, sem er í samræmi við bráðabirgðatölur Hagstofunnar sem greint var frá á Radarnum í byrjun júní. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi SFS. Þetta er tæplega 16% samdráttur í krónum talið miðað við útflutningsverðmæti sjávarafurða í maí í fyrra. Samdrátturinn er ívið meiri í erlendri mynt, […]

Vísitala norsk-íslenskrar síldar lækkar um 13%

Bráðabirgðaskýrsla um niðurstöður alþjóðlegs leiðangurs frá maí síðastliðnum í Noregshafi og aðliggjandi hafsvæðum liggur nú fyrir. Eitt af meginmarkmiðum leiðangursins er að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og annara uppsjávartegunda. Því til viðbótar er ástand hafsins og vistkerfisins kannað, m.a. hitastig og magn átustofna. Leiðangurinn er skipulagður innan vinnuhóps Alþjóða Hafrannsóknaráðsins (ICES). Þátttakendur í […]

Fiskeldi í Viðlagafjöru

Lögð voru fram til upplýsinga á fundi bæjarráðs í síðustu viku drög að breytingu á þegar samþykktri viljayfirlýsingu um samvinnu, samskipti og nauðsynlega samningagerð og undirbúningsvinnu í tengslum við þróunarvinnu og byggingu fiskeldis á landi í Viðlagafjöru á Heimaey. Um er að ræða ítarlegri viljayfirlýsingu og aðra staðsetningu. Viljayfirlýsingunni er vísað til umræðu og afgreiðslu […]

Þriðja löndun úr Kap síðan makrílvertíðin hófst

„Nú liggur vel á mannskapnum. Við erum að landa úr Kap í þriðja sinn frá því makrílvertíðin hófst og  Huginn er væntanlegur til löndunar í annað sinn. Mjög fínn og fallegur fiskur sem berst okkur. Þegar svona gengur tekur sig upp sjö mánaða gamalt bros eða frá því við vorum í síldarvinnslu í fyrra!“ segir […]

Gott fiskirí miðað við árstíma

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE er að landa fullfermi eða um 70 tonnum í Vestmannaeyjum í dag. Systurskipið Bergey VE er síðan væntanlegt síðar í dag einnig með fullfermi. Afli Vestmannaeyjar er fyrst og fremst ýsa og ufsi en afli Bergeyjar er ýsa og karfi. Bæði skipin voru að veiðum á Papagrunni. Hér er um að ræða […]

Lagt til 6% lækkun á aflamarki þorsks

Rétt í þessu kynnti Hafrannsóknastofnun úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu er lagt til aflamark fyrir á fjórða tug stofna, sem miðast við varúðarsjónarmið og hámarksnýtingu til lengri tíma litið. Ráðgjöfina má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar undir Ráðgjöf https://www.hafogvatn.is/is/veidiradgjof Hafrannsóknastofnun ráðleggur 6% lækkun á aflamarki þorsks byggt […]

Ráðgjöf nytjastofna fyrir fiskveiðiárið

Hafrannsóknastofnun mun kynna úttekt á ástandi helstu nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár nú klukkan 10.00. Kynningin fer fram í nýjum höfuðstöðvum stofnunarinnar að Fornubúðum 5, Hafnarfirði og er einnig streymt. Hlekkur á streymið er https://youtu.be/VKbV2sSBJL4 [Uppfært] Helstu niðurstöður má lesa hér: https://eyjafrettir.is/2020/06/16/lagt-til-6-laekkun-a-aflamarki-thorsks/   (meira…)

Landaður afli í maí var tæplega 126 þúsund tonn

Afli íslenskra fiskiskipa var 125,6 þúsund tonn í maí 2020 sem er 3% meiri afli en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vegf hagstofunnar, 12% samdráttur varð á veiðum á botnfiski, utan þorskafla sem jókst um 1% og var hann tæplega 26,7 þúsund tonn. Af uppsjávarfiski veiddust tæp 80 þúsund […]

Makrílvinnsla af stað hjá Vinnslustöðinni

Löndun stendur nú yfir á 200 tonn af makríl frá Kap VE sem veiddist 30-40 mílur suð-austur af Vestmannaeyjum. „Þetta er stór og fínn makríll miðað við júní-fisk,“ sagði Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni í samtali við Eyjafréttir. Um er að ræða fyrsta makrílinn á þessari vertíð sem veiddur er í íslenskri lögsögu en stefnt er að […]