Ísfélagið og Vinnnslustöðin fá undanþágu frá samkomubanni

Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem fengið hafa undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órofinni. Heilbrigðisráðherra veitti undanþáguna að undangengnu samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun. Tvö fyrirtæki frá Vestmannaeyjum má finna á listanum en það eru Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðin hf. ásamt dótturfyrirtækjum. Fram kemur á síðu […]

Ráðherra ákveður árskvóta í deilistofnum

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um veiðar íslenskra skipa á makríl á árinu 2020. Allt frá því að samkomulag Færeyja, Noregs og Evrópusambandsins gekk í gildi árið 2014, hefur Ísland miðað ákvarðanir sínar út frá 16,5% og ákvörðunum þeirra um heildarafla hverju sinni, ef undan er skilið síðasta ár þegar ákvörðun […]

Saltfiskmet á met ofan

Starfsfólk í saltfiskvinnslu VSV pakkaði 54 tonnum af afurðum síðastliðinn laugardag, 28. mars,  og bætti þar með met frá því í fyrri viku sem greint var frá á vef Vinnslustöðvarinnar. Ekki nóg með það. Í gær (mánudag) voru söltuð niður liðlega 130 tonn af fiski í Vinnslustöðinni. Engin dæmi eru finnanleg um slíkt áður hjá […]

47.000 tonn á 13 árum

Smáey VE, sem áður bar nafnið Vestmannaey, hefur verið seld Þorbirni hf. í Grindavík. Verður skipið afhent nýjum eiganda í byrjun maímánaðar. Vestmannaey er ísfisktogari sem smíðaður var í Gdynia í Póllandi fyrir Berg-Hugin í Vestmannaeyjum árið 2007. Skipið er 485 brúttótonn, 28,9 m langt og 10,39 m breitt með 699 hestafla Yanmar vél. Vestmannaey […]

Lokaniðurstöður birtar á næstu dögum

Í loðnuleitarleiðöngrum stofnunarinnar í janúar og febrúar mældist ekki nærri nógu mikil loðna til að hægt væri að gefa út ráðgjöf um veiðar. Engar breytingar virðast ætla að verða á því. Vonir bundnar við góða ungloðnumælingu síðasta haust. Birkir Bárðarson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun og leiðangursstjóri loðnuleitar stofnunarinnar, segir að nú sé verið að vinna úr […]

SFS vilja fresta veiðigjöldum

Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi hafa skilað inn umsögn um frumvarp til laga um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fram kemur í umsögninni að Íslenskur sjávarútvegur fer ekki varhluta af þessum fordæmalausu aðstæðum. Ljóst er að markaður með íslenskar sjávarafurðir fer hratt minnkandi og sums staðar er hann raunar hverfandi. Veitingastaðir, […]

Aðalfundi Vinnslustöðvarinnar frestað

Aðalfundi Vinnslustöðvarinnar hf. sem halda átti fimmtudaginn 26. mars 2020 hefur verið frestað. Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. hefur ákveðið að fresta aðalfundi félagsins sem halda átti þann 26. mars nk. vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Tilkynnt verður um nýja dagsetningu síðar. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins í síma 488 8000. Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. (meira…)

17 af 26 skipverjum á Hrafni Sveinbjarnarsyni veikir

Í gærkvöldi tilkynnti landhelgisgæslan lögreglu að von væri á fiskiskipi til Vestmannaeyja þar sem væru talsverð veikindi um borð. 17 menn af 26 höfðu verið veikir og þrír mikið veikir. Hafnarsvæðinu var lokað fyrir almenningi og fóru heilbrigðisstarfsmenn um borð þegar skipið hafði lagst að bryggju um ellefuleytið en forgangsmál var að sinna sjúklingunum. Fjórum […]

Tillögurnar ekki til bóta fyrir Vestmannaeyjar

Bæjarráð ræddi á fundi sínum í gær úthlutað aflamarki til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands. Er aflamarkið, sem er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund, dregið af leyfilegum heildarafla til að mæta áföllum, til stuðnings byggðalögum, línuívilnunar, strandveiða, rækju- og skelbóta, frístundaveiðar og til annarra tímabundinna ráðstafana til að auka byggðafestu. Á síðasta ári var […]

Fiskiríið hefur verið gott en veðrið leiðinlegt

Ísfisktogararnir hafa verið að fiska ágætlega síðustu daga þrátt fyrir óhagstætt veður. Bergey VE kom til Vestmannaeyja í gær eftir tvo sólarhringa á veiðum með fullfermi og var aflinn mestmegnis ufsi. Heimasíðan hafði samband við Egil Guðna Guðnason skipstjóra á Vestmannaey VE í morgun og spurði tíðinda. „Við erum á landleið með fullan bát og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.