Hafrannsóknastofnun leggur til að ekki verði leyfðar loðnuveiðar á vertíðinni 2020/2021

Vsv Lodna3

Bergmálsmælingar á stærð loðnustofnsins fóru fram á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni og norska uppsjávarskipinu Erosi dagana 7. september – 5. október. Frá þessu er greint í frétt á vef Hafrannsóknarstofnunar. Rannsóknarsvæðið náði frá landgrunninu við Austur Grænland frá um 73°20’N og suðvestur með landgrunnskanti Grænlands suður fyrir 64°N, um Grænlandssund, Íslandshaf, hafsvæðis vestan Jan Mayen og […]

Fiskur fyrirferðamikill í útflutningi

Verðmæti vöruútflutnings nam alls tæplega 62 milljörðum króna í september samanborið við rúmlega 50 milljarða í sama mánuði í fyrra. Frá þessu er greint í nýju fréttabréfi SFS. Það er rúmlega 22% aukning í krónum talið á milli ára. Gengi krónunnar spilar vissulega stóra rullu í þessari aukningu, enda var það rúmlega 13% veikara nú […]

Myndavél í hverri höfn

Í drögum að nýrri reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla er gert ráð fyrir að eftirlitsmyndavélar verði settar upp í hverri höfn þar sem sjávarafla er landað. Myndavélunum skal koma fyrir þannig að þær sýni bæði löndunaraðstöðu og vigtunaraðstöðu, og „skulu stilltar þannig að hægt sé með þeim að fylgjast með samfelldri ferð afla frá […]

Grút­ar­meng­un vegna yf­ir­fulls báts

Grút­ar­meng­un kom upp í Vest­manna­eyja­höfná miðvikudagsmorg­un vegna yf­ir­fulls báts sem flæddi úr. Aðgerðir við að hreinsa meng­un­ina tóku um einn og hálf­an tíma og er enga meng­un þar að finna leng­ur, að sögn for­stöðumanns hafn­ar­inn­ar. „Það varð þarna óhapp, yf­ir­fyllt­ist hjá þeim bát­ur­inn. Þetta var að megn­inu til sápa en þetta var líka fiski­lýsi,“ seg­ir Sveinn […]

Allir við hesta heilsu á Þórunni

„Það eru allir við hesta heilsu um borð og líka þeir sem eru í sóttkví í landi, engin fengið nein einkenni,“ sagði Gylfi Sigurjónsson skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur í samtali við Eyjafréttir en allir áhafnarmeðlimir úr síðasta túr á Þórunni voru sendir í sóttkví eftir að upp kom Covid-19 smit hjá einstakling sem hafði verið […]

Hvetur útgerðir til að herða eftirlit og skimun

Formaður Sjómannasambands Íslands hvetur útgerðir fiskiskipa til að vera á varðbergi gagnvart kórónuveirunni og herða eftirlit og skimun. Einhverjar útgerðir hafi það fyrir reglu að skima áhafnir fyrir brottför, en atburðir síðustu daga sýni nauðsyn þess að allir taki upp þá reglu. COVID-19 smit hafa komið upp á tveimur fiskiskipum síðustu daga. Allir skipverjar á […]

Afar góður fiskur fyrir austan

Vestmannaeyjaskipin, Bergey VE og Vestmannaey VE, hafa að undanförnu verið að veiðum fyrir austan land. Skip Bergs- Hugins hafa undanfarin ár venjulega haldið austur fyrir til veiða um miðjan september og fiskað þar fram að jólum og jafnvel fram yfir áramót. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi stuttlega við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey og Jón Valgeirsson, […]

Vel áraði í sjávarútvegi 2019

20200409 114314

Rekstur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja gekk vel í fyrra. Þetta kom fram í kynningu frá Deloitte á Sjávarútvegsdeginum 2020, sem fór fram í gær. Sjávarútvegsdagurinn er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins, Deloitte og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Niðurstaðan byggist á ársuppgjörum fyrirtækja sem hafa yfir að ráða tæplega 90% af úthlutuðu aflamarki og er skalað upp í 100%. Heildartekjur […]

Fyrsta síld haustsins

Kap VE kom til Eyja í morgun með fyrsta síldarfarminn á þessari haustvertíð. Um er að ræða 760 tonn af síld úr norsk-íslenskastofninum sem Kapin fékk fyrir austan land. Uppsjávarskipin eru nú í óðaönn af skipta af makrílveiðum og yfir á síld. “Þetta er fín síld við erum bæði að flaka og heilfrysta. Við eigum […]

Sjávarútvegsdagurinn 2020

Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins, stendur frá klukkan 8:30 til 10:00. Fundurinn verður eingöngu sendur út á netinu. Sem fyrr mun Jónas Gestur Jónasson löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte fara yfir afkomu sjávarútvegsfyrirtækja fyrra árs og einnig eldisfyrirtækja. Þá verða stuttir fyrirlestrar og ávarp frá fjármála- og efnahagsráðherra. Hlekkur á […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.