Um 557 bátar hafa fengið leyfi til strandveiða og eftir fyrstu tvær vikur strandveiða er landaður afli strandveiðibáta 1.306.000 kg. sem er 12,04% af þeim heimildum (11.100 tonn) sem úthlutað er til strandveiða.
Á strandveiðum má hver bátur landa að hámarki 650 kg. af slægðum afla í þorskígildum talið í hverri veiðiferð. Meðfylgjandi mynd sýnir yfirlit yfir umframafla í annarri viku strandveiða 10. -12. maí Alls voru 190 skip sem lönduðu 7.594 kg. umfram leyfilegt magn.
Bláu súlurnar sýna þau skip sem lönduðu alls 100 kg. eða meira í annarri viku strandveiða. Þá sýna gráu súlurnar heildarmagn umframafla 10. – 12. maí. en þar má sjá að mestur var umframaflinn þann 12. maí sl. eða 2.765 kg.
Grænu súlurnar sýna umframafla eftir svæðum. Mestur umframafli kom á svæði A eða rúm 5.532 kg.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst