Humarafli ársins verði ekki meiri en 214 tonn

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að humarafli ársins 2020 verði ekki meiri en 214 tonn svo fylgjast megi með stærðarsamsetningu og dreifingu stofnsins. Jafnframt leggur stofnunin til að allar humarveiðar verði bannaðar í Jökuldjúpi og Lónsdjúpi til verndar uppvaxandi humri. Til að minnka álag á humarslóð ráðleggur Hafrannsóknastofnun að veiðar með fiskibotnvörpu verði áfram bannaðar á afmörkuðum svæðum […]
Það er bara endalaus bræla

Það var svipað stef og undanfarnar vikur hjá sjávarútvegsaðilum í Eyjum í vikunni. Bræla eftir brælu og ekkert útlit fyrir betri tíð. „Það er bara endalaus bræla, suðvestan áttir og haugasjór. Það kemur nú ekki á óvart þótt séu brælur í janúar en þetta er engu líkt,“ sagði Sverrir Haraldsson hjá Vinnslustöðinni þegar við ræddum […]
Fundu loðnutorfur úti af Hornströndum og Húnaflóa

Vefurinn vísir.is greinir frá því að fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum. Leitarleiðangur þriggja skipa undir forystu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar sá torfur norður af Hornströndum og Húnaflóa. „Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ sagði Birkir Bárðarson leiðangursstjóri í samtali við fréttastofu nú um miðjan dag en Árni Friðriksson var […]
Glataðir milljarðar?

Samninganefnd Sjómannasambands Íslands skorar á Íslensk stjórnvöld að láta fara fram óháða rannsókn á söluvirði afurða í Íslenskum sjávarútvegi. Miðað við fréttir undanfarinna mánaða má ætla að milliverðlagning á sjávarfangi sé mjög algeng. Ætla má að Íslenskt þjóðfélag verði af gríðarlegum fjármunum ef rétt reynist. Það er því skýlaus krafa samninganefndar Sjómannasambands Íslands að […]
Álagið kemur í skorpum

Rannsóknarþjónustan Vestmannaeyjum hefur verið starfrækt þar síðan 1995, fyrst undir merkjum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. „Það sem ég geri fyrst og fremst er að sinna mælingum og þjónustu fyrir fiskvinnslurnar og fiskiðnaðinn hérna í Eyjum, eða matvælaiðnaðinn hérna skulum við segja,“ segir Sigmar Valur Hjartarson, framkvæmdastjóri Rannsóknarþjónustunnar Vestmannaeyjum ehf. Sigmar er fiskilíffræðingur, menntaður frá Noregi, og hefur […]
Aldrei verið loðnulaust tvö ár í röð

Vestmannaeyjar hafa á síðustu árum verið stærsta löndunarhöfn loðnu, en milli 2016 og 2018 voru 29% aflans landað þar, og kæmi áframhaldandi loðnubrestur því einna harðast niður á sveitarfélaginu að því er segir í nýrri Hagsjá Landsbankans. Vísar bankinn í að nú eru horfur á að ekkert verði af loðnuvertíð á þessu ári, annað árið […]
Bergey komin til Eyja (myndir)

Bergey VE kom í fyrsta skipti til heimahafnar í Vestmannaeyjum í morgun. Skipið er smíðað í skipasmíðastöðinni Vard í Aukra í Noregi, og var sjósett í sumar og kom til landsins í haust en hefur verið á Akureyri þar sem fór sram skvering á millidekkinu. Áformað er að taka veiðarfæri og annað smálegt í Eyjum […]
Bergey lögð af stað til Eyja

Bergey VE skip Bergs-Hugins lagði af stað til Eyja í gær eftir skveringu á millidekki í Slippnum á Akureyri. Til stendur að taka stutt stopp í Eyjm áður en haldið er til veiða. „Hún kemur og tekur veiðarfæri og annað smálegt áður en hún heldur til veiða“, sagði Arnar Richardsson hjá Berg-Huginn í samtali við […]
Loðnuleiðangur að hefjast

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson kom til Neskaupstaðar í morgun og þar eru einnig í höfn grænlenska skipið Polar Amaroq og Hákon EA sem munu taka þátt í loðnuleiðangri sem er að hefjast. Þá munu Bjarni Ólafsson AK og Ásgrímur Halldórsson SF einnig taka þátt í verkefninu. Tíðindamaður heimasíðunnar fór um borð í Árna Friðriksson og hitti […]
Vinnslustöðin með nýsmíði í undirbúningi

Í lok síðasta árs hófst undirbúningur að nýsmíði hjá Vinnslustöðinni. „Við höfum fengið Sævar Birgisson skipaverkfræðing, sem hannaði togarana Breka og Pál Pálsson ÍS, með okkur til að hefja undirbúning að hönnun báta sem byggjast á sama prinsippi og Breki. Þar sem markmiðið er minni olíunotkun við veiðarnar,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Þurfum […]