Lagt til 6% lækkun á aflamarki þorsks

Rétt í þessu kynnti Hafrannsóknastofnun úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu er lagt til aflamark fyrir á fjórða tug stofna, sem miðast við varúðarsjónarmið og hámarksnýtingu til lengri tíma litið. Ráðgjöfina má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar undir Ráðgjöf https://www.hafogvatn.is/is/veidiradgjof Hafrannsóknastofnun ráðleggur 6% lækkun á aflamarki þorsks byggt […]

Ráðgjöf nytjastofna fyrir fiskveiðiárið

Hafrannsóknastofnun mun kynna úttekt á ástandi helstu nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár nú klukkan 10.00. Kynningin fer fram í nýjum höfuðstöðvum stofnunarinnar að Fornubúðum 5, Hafnarfirði og er einnig streymt. Hlekkur á streymið er https://youtu.be/VKbV2sSBJL4 [Uppfært] Helstu niðurstöður má lesa hér: https://eyjafrettir.is/2020/06/16/lagt-til-6-laekkun-a-aflamarki-thorsks/   (meira…)

Landaður afli í maí var tæplega 126 þúsund tonn

Afli íslenskra fiskiskipa var 125,6 þúsund tonn í maí 2020 sem er 3% meiri afli en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vegf hagstofunnar, 12% samdráttur varð á veiðum á botnfiski, utan þorskafla sem jókst um 1% og var hann tæplega 26,7 þúsund tonn. Af uppsjávarfiski veiddust tæp 80 þúsund […]

Makrílvinnsla af stað hjá Vinnslustöðinni

Löndun stendur nú yfir á 200 tonn af makríl frá Kap VE sem veiddist 30-40 mílur suð-austur af Vestmannaeyjum. „Þetta er stór og fínn makríll miðað við júní-fisk,“ sagði Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni í samtali við Eyjafréttir. Um er að ræða fyrsta makrílinn á þessari vertíð sem veiddur er í íslenskri lögsögu en stefnt er að […]

Mesti samdráttur í sjávarútvegi frá því snemma á níunda áratugnum

Útflutningur á sjávarafurðum hefur dregist verulega saman það sem af er ári, borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Samdráttinn  má rekja til loðnubrests, annað árið í röð, brælu í upphafi árs og svo síðast en ekki síst COVID-19 sem hefur valdið miklum erfiðleikum í […]

Togararnir að fiska vel

Ísfisktogararnir Gullver NS, Vestmannaey VE og Bergey VE hafa verið að fiska vel að undanförnu. Skipin hafa lagt verulega áherslu á ýsuveiði og hafa þau fyrst og fremst veitt í Lónsbugtinni. Gullver NS landaði á Seyðisfirði sl. mánudag og var afli skipsins 107 tonn, mest ýsa. Bergey VE er að landa í Vestmannaeyjum og Vestmannaey […]

Ýmislegt fylgir skipum þegar þau eru seld

Skip Bergs-Hugins, Bergey VE og Smáey VE (áður Vestmannaey VE), hafa nýlega verið seld og þau leyst af hólmi af nýjum skipum. Bergey fékk nafnið Runólfur og var seld til Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði, en Smáey fékk nafnið Sturla og var seld til Þorbjarnar hf. í Grindavík. Bæði þessi skip voru smíðuð í Póllandi […]

Saltfiskframleiðendur standi í fæturna

Vetrarvertíð er nýlega lokið og Sverrir segir ávallt talsverðar birgðir saltfisks í landinu á þessum tíma. Þær séu hvorki meiri né minni en undanfarin ár. Aðal sölutíminn í fullsöltuðum saltfiski er haustin. Útbreiðsla kórónuveirunnar og gagnráðstafanir sem þjóðir heims hafa gripið til hafa haft talsverð áhrif á saltfiskmarkaðinn eins og flesta aðra geira sjávarútvegsins hér […]

Hægagangur hjá ísfisktogurunum

Rétt eins og að undanförnu er hægagangur á útgerð ísfisktogaranna Gullvers NS, Vestmannaeyjar VE og Bergeyjar VE vegna kórónuveirufaraldursins. Gullver landaði 105 tonnum af blönduðum afla á Seyðisfirði sl. mánudag og hélt ekki til veiða á ný fyrr en á miðvikudagskvöld. Bæði Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu fullfermi í Vestmannaeyjum sl. mánudag. Bergey hélt […]

Minni afli í kolmunna en undanfarin ár

Aðeins veiddust um 93 þúsund tonn af kolmunna frá janúar til aprílloka í ár. Kolmunnaveiðin það sem af er maímánuði gefur ekki tilefni til bjartsýni um að veiðarnar í ár slái við undangengnum þremur árum. Það verður að teljast ólíklegt að kolmunnvertíðin í ár toppi úr þessu fyrri ár en samanburður eftir mánuðum á 2017-2019 […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.