Drjúgur hluti tímans fór í siglingar

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði nánast fullfermi í Eyjum á miðvikudaginn. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri er spurður í viðtali á vef Síldarvinnslunnar hvar hefði verið veitt. „Það var víða veitt í þessum túr. Við byrjuðum á Pétursey og færðum okkur síðan yfir á Vík. Við vildum fá heldur meiri ýsu og fórum austur á Öræfagrunn og […]
Mun hafa alvarlegar afleiðingar

Í morgun var tilkynnt um að Vinnslustöðin hyggist setja togarann Þórunni Sveinsdóttur á sölu. Fjöldi spurninga vakna hjá öllum þeim sem hafa lífsviðurværi sitt af sjávarútvegi. Til að svara nokkrum þeirra ræddum við við Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson – Binna í Vinnslustöðinni um stöðu fyrirtækisins, ástæður þess að til standi að selja skipið og þá óvissu […]
Gæti þýtt þreföldun á veiðigjaldinu í Eyjum

„Það er ekki hægt að fjalla um veiðigjöld og auknar álögur á sjávarútveg án þess að skoða rekstrarumhverfi fyrirtækja í sjávarútvegi, samkeppnisstöðu og fjárfestingar,“ sagði Einar Sigurðsson, stjórnarformaður Ísfélagsins á ráðstefnu Eyjafrétta um fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi. Hann lagði áherslu á skattspor sjávarútvegs þar sem allur almenningur nýtur góðs af sköttum sem koma frá greininni. […]
Þórunn Sveinsdóttir VE sett á söluskrá

Í gær var áhöfn Þórunnar Sveinsdóttur tilkynnt um að til standi að setja skipið á söluskrá. Þetta herma heimildir Eyjafrétta. Samkvæmt sömu heimildum segir að ekki hafi komið til uppsagna. Þórunn Sveinsdóttir VE-401 er togari sem er í eigu Óss ehf., dótturfélags Vinnslustöðvarinnar. Vinnslustöðin hf. keypti allt hlutafé í félaginu árið 2023 ásamt hlutafé í […]
Stoppuðum í 33 eða 34 tíma á miðunum

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði í heimahöfn í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Rætt er við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er hann spurður um aflabrögð og veður. „Þetta var þægilegur sumartúr og auk þess var hann stuttur en við stoppuðum á miðunum í 33 eða 34 tíma og náðum að fylla. Veður var virkilega […]
Fyrsta löndun eftir sjómannadagshelgi

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til Grindavíkur í fyrrakvöld að lokinni fyrstu veiðiferð eftir sjómannadagshelgi. Það aflaðist vel í veiðiferðinni og var fullfermi landað í gær. Rætt er við Egil Guðna Guðnason skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar í dag. Þar er hann fyrst spurður hvernig veðrið hefði verið. „Til að byrja með var mjög hvasst. Þetta voru […]
Ráðleggja 4 % lækkun aflamarks þorsks

Í dag kynnti Hafrannsóknastofnun úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Í tilkynningu frá stofnuinni segir að aflamark fyrir á þriðja tug stofna sé lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu. Hafrannsóknastofnun ráðleggur 4 % lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2025/2026. Byggir sú ráðgjöf á aflareglu stjórnvalda. Því lækkar ráðlagður heildarafli úr 213 […]
Heimaey blessuð – myndir

Nýjasta skip Ísfélagsins, Heimaey VE var til sýnis fyrir gesti og gangandi í dag. Áður en að því kom var skipið blessað af séra Viðari Stefánssyni og tók Ólafur Einarsson skipstjóri einnig þátt í blessuninni. Fjöldi manns mætti í kjölfarið til að skoða þetta glæsilega skip auk þess að þiggja léttar veitingar í tilefni dagsins. […]
Enn hægt að laga og nálgast hlutina af skynsemi

„Það er mikilvægt að fyrirtækin og stjórnvöld séu að ræða um sömu hlutina og vandað sé til verka. Þegar mesta hækkunin á auðlindagjöldum bitnar á fyrirtækjum í Vestmannaeyjum segir það sig sjálft að slíkt hefur áhrif og hefur í raun þegar haft það,“ segir Einar Sigurðsson stjórnarformaður Ísfélagsins hf. aðspurður hvers hann sakni í umræðunni […]
Gerðu margvíslegar athugasemdir

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu á dögunum umsögn um frumvarp atvinnuvegaráðherra um stórhækkun á veiðigjaldi. Athugasemdirnar eru margvíslegar, eins og þegar frumvarpið var sett í samráðsgátt stjórnvalda. Nýjar athugasemdir og ítarefni hafa bæst við og er rétt að vekja athygli á nokkrum þeirra, segir í fréttatilkynningu frá SFS. Yfirlýsing frá Norges Sildesalgslag, sem stýrir uppboðsmarkaði fyrir […]