Haldið til veiða eftir veðurofsann

Ísfisktogarar í Síldarvinnslusamstæðunni eru um þessar mundir að halda til veiða að loknum þeim veðurofsa sem ríkt hefur síðustu dagana. Togararnir hafa legið í höfn í um það bil vikutíma. Frá þessu er greint í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Gullver NS hélt til veiða frá Seyðisfirði í gærkvöldi. Þórhallur Jónsson skipstjóri sagðist vera ósköp feginn […]
Metnaðarfull verkefni sem munu nýtast Idunn Seafoods

Í síðasta mánuði var hugmyndasamkeppni SFS og HR haldin. Keppnin gengur undir nafninu Vitinn en hét áður Hnakkaþon. Vitinn er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hefur verið haldin árlega síðan 2015. Nemendur Háskólans koma sér saman í tveggja til fimm manna liðum sem leysa svo verkefni sem sett er fyrir […]
Legið í landi vegna brælu

Togararnir Vestmannaey VE og Bergur VE liggja báðir í höfn í Eyjum vegna veðurs. Vestmannaey kom til hafnar á föstudag eftir að hafa verið í rúman sólarhring að veiðum. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við Síldarvinnsluvefinn að ekkert annað væri að gera en að taka því rólega, „Það er bölvuð ótíð og ég […]
Nýjustu loðnumælingar í takt við fyrri mælingu

Uppsjávarveiðiskipin Polar Ammassak og Aðalsteinn Jónsson hafa í samvinnu við Hafrannsóknastofnun verið við loðnumælingar suðaustan- og austan við land frá mánudegi til föstudags þessarar viku. Markmiðið var að fá endurtekna mælingu á magn loðnu í megingöngunni á þeim slóðum til samanburðar við niðurstöður mælinga í vikunni á undan, segir í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnun Bæði skipin […]
Staðreyndir vegna óhapps í innsiglingu

Vinnslustöðin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna óhapps sem varð við komu Hugins VE til Vestmannaeyja í gær, en skipið missti vélarafl í innsiglingunni. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan. Í gær vildi það óhapp til að aðalvél Hugins drap á sér í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn. Fréttir af atburðinum eru misvísandi en […]
„Mest af ýsu en annars algjör kokteill”

Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu bæði fullfermi í gær. Vestmannaey landaði í heimahöfn en Bergur landaði í Neskaupstað. Rætt var við skipstjóranna á fréttavef Síldarvinnslunnar í gær. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, sagði að aflinn hefði verið afar blandaður. „Þetta var mjög blandaður afli að þessu sinni. Mest af ýsu en annars algjör […]
Makríldómur fer fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Vinnslustöðvarinnar hf. um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar frá 7. nóvember sl. um skaðabætur vegna svokallaðs makrílmáls. Ríkið óskaði jafnframt eftir leyfi til að áfrýja dómi í sambærilegu máli Hugins og samþykkti Hæstiréttur einnig þá beiðni. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Þar segir jafnframt að forsaga málsins […]
Bráðabirgðaniðurstöður gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, ásamt þremur uppsjávarveiðiskipum, Heimaey, Polar Ammassak og Barða, verið við loðnumælingar síðan 16. janúar. Veður hafa tafið fyrir mælingum að einhverju leyti en ekki haft teljandi áhrif á niðurstöður þeirra. Mælingar eru núna langt komnar og einungis mælingar Árna Friðrikssonar úti af Vestfjörðum […]
„Er örugglega að bíða eftir loðnunni”

Vestmannaeyjatogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í vikunni. Bergur landaði á mánudag í Grindavík og Vestmannaey í Vestmannaeyjum í gær. Rætt er við skipstjóra skipanna á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. Fyrst er rætt við Jón Valgeirsson skipstjóra á Bergi. „Við byrjuðum túrinn á Pétursey og Vík. Þar var létt nudd, þorskur og smá […]
„Virkilega ánægjuleg kvöldstund ár hvert”

Það var heldur betur góð stemning í matsal Vinnslustöðvarinnar á föstudaginn sl.. Þar var hið árlega þorrablót haldið til heiðurs fyrrverandi starfsmönnum VSV og mökum þeirra. Góð mæting var á blótið, á sjöunda tug gesta mætti og átti saman notalega kvöldstund, segir í frétt á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Sigurgeir Brynjar, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar ávarpaði gesti og rakti […]