Hækkunin á Vestmannaeyjar slagi í hátt í tvo milljarða

Veidarf Bryggja

„Ég er bæði hissa á aðferðarfræðinni og látunum við að klára málið. Ég hef bent á það áður og það hefur verið bent á það með gögnum úr mörgum áttum hvaða skekkjur eru í frumvarpinu. Hvernig því var svo breytt á milli 1. og 2. umræðu var á kostnað Suðurkjördæmis og Norðausturkjördæmis. Hvernig þingmenn stjórnarflokkana […]

Glimrandi vika hjá Bergey

Ísfisktogarinn Bergey VE hefur landað tvisvar í heimahöfn í Eyjum í þessari viku. Jón Valgeirsson skipstjóri er ánægður með gang veiðanna. Haft er eftir honum á vefsíðu Síldarvinnslunnar að þeir hafi farið út á fimmtudag í síðustu viku og héldu beint á Pétursey og Vík. „Þar var heldur rólegt. Þá var farið austur á Höfða […]

Vilja láta vinna víðtækara áhrifamat

DSC_7648

Samtök sjávarútvegssveitarfélaga ítreka afstöðu sína og hvatningu til Alþingis um að tekið sé tillit til þeirra athugasemda og þeirra áhyggja sem samtökin hafa komið á fram færi við atvinnuvegaráðherra, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, atvinnuveganefnd og þingmenn. Samtökin hvetja þessa aðila til þess að hafa hagsmuni almennings í þessum sveitarfélögum til hliðsjónar þegar unnið er að breytingum á […]

Eykur aflaheimildir til strandveiða

trillur

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Breytingin heimilar auknar aflaheimildir til strandveiða sem nemur 1.032 tonnum á fiskveiðiárinu 2024-2025. Við aukninguna eykst heildarafli á strandveiðum úr 10.000 tonnum í 11.032 tonn. Þetta kmeur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu. Þar segir jafnframt að svigrúm til aukinna aflaheimilda skapaðist í […]

„Úrvalsblanda fyrir okkur”

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði fullfermi sl. laugardag í Grindavík og aftur á þriðudag í Vestmannaeyjum. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Jón Valgeirsson skipstjóri var mjög sáttur við fiskiríið. „Aflinn var tekinn á Pétursey í báðum túrunum og í þeim báðum tók einungis um einn og hálfan sólarhring að fylla skipið. Þarna var hörkuveiði. […]

Rýna dóminn og taka í kjölfarið ákvarðanir um næstu skref

vsv_2016-6.jpg

Í dag birtir Vinnslustöðin tilkynningu á heimasíðu sinni vegna dóma sem kveðnir voru upp í gær í makrílmálinu svokallaða. Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan. Í gær kvað Hæstiréttur upp dóma í máli Hugins annars vegar og Vinnslustöðvarinnar hins vegar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar ríkisins á aflaheimildum í makríl á árunum […]

Fyrsti makríll vertíðarinnar kominn í hús

Fyrsti makríll vertíðarinnar kom í hús Vinnslustöðvarinnar í morgun þegar Huginn VE kom til Eyja með rúmlega 1000 tonn. Aflinn var aðeins blandaður og var um 80% makríll. Fékkst megnið af honum í Smugunni en á heimleiðinni fengust um 200 tonn af hreinum makríl í íslensku lögsögunni. Fram kemur á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar að gæði makrílsins […]

Aflinn var 64 tonn

sjomadur_bergey_opf_22

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði í Eyjum í fyrrakvöld. Aflinn var 64 tonn, mest þorskur og ýsa. Jón Valgeirsson skipstjóri sagði í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að þetta hafi ekki verið nein frægðarför en þó sé allt í lagi og engin ástæða til að kvarta mikið. „Við vorum mest á Hvalbakssvæðinu en restuðum á Víkinni. Það […]

Funda með þingmönnum kjördæmisins í dag

Untitled (1000 x 667 px) (1)

Í dag funda fulltrúar Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, Vestmannaeyjabæjar, Sjómannafélagsins Jötuns og stéttarfélagsins Drífanda með þingmönnum Suðurkjördæmis til að koma á framfæri þeim alvarlegu áhyggjum sem uppi eru vegna fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. Að sögn Sindra Viðarssonar hjá Útvegsbændafélaginu telja fulltrúar félagana sem boða til fundarins mikilvægt að stjórnvöld geri sér grein fyrir þeim víðtæku áhrifum sem fyrirhuguð […]

Bergey landaði fullfermi fyrir austan

jon_valgeirs_opf

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði fullfermi í Neskaupstað í gærmorgun. Rætt er við Jón Valgeirsson skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar. Þar er hann spurður hvernig hefði gengið. „Við lögðum af stað frá Akureyri eftir að hafa verið þar í slipp og fórum austur fyrir land. Við leggjum nú áherslu á ýsuveiði en það eru býsna margir sem […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.