Áfram framsýn

Ég man þá tíð þegar að krakkarnir söfnuðust saman við eina litasjónvarpið í götunni, ég man þá tíð þegar að röð var í mjólkurbúðinni, ég man þá tíð þegar að flaggið á stöðvunum gaf skilaboð til starfsfólksins um vinnu, ég man þá tíð þegar vani var að spara kranavatnið og ég man þá tíð þegar […]
Stóru málin þrjú – Við þurfum lausnir sem henta okkur

Sátt um samgöngur Við eigum allt okkar undir samgöngunum. Það sést vel núna í endalausum vetrarlægðum þegar matvöruverslanir standa hálf tómar milli vörusendinga og ekki er hægt að treysta á að Herjólfur gangi alla daga. Hluti af vandanum er hin óviðráðanlega náttúra en það verður að segjast að hluti er líka heimatilbúinn. Vafi leikur á […]
Afhverju fer ég í prófkjör og er ég pólitíkus ?

Hvað er pólitík og hvað er að vera pólitíkus ? Þeir sem kosnir eru til að gæta hagsmuna lands og sveitarfélags af almenningi, í prófkjöri er það fólkið sem þú sem kjósandi velur. Seint get ég talið mig stjórnmálamann eða pólitíkus og mun eflaust aldrei gera það. Mitt eina markmið er að leggja mig fram […]
Hringrásarhagkerfi og fleira bull

Hverjir tóku eftir fréttum hérna í Eyjum um nýsamþykkt lög um hringrásarhagkerfi og að núna þurfum við Eyjamenn að spýta í lófana og græja nýja aðstöðu ekki seinna en í gær? Hver er að hlusta á allt þetta tal um sjálfbærnistefnur og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og bættan rekstur sveitarfélaga þegar þau fara að fylgja öllum […]
Mínúturnar skipta öllu máli

Árið 2010 var Mýflugi falið að sjá um sjúkraflug við Vestmannaeyjar frá Akureyri sem er í 520 km fjarlægð en á þeim tíma var starfandi skurðstofa með svæfingarlækni og skurðlækni. Þremur árum síðar var skurðstofu illu heilli lokað og bráðaviðbragð því skert verulega án þess að til kæmi efling sjúkraflutninga með bættum viðbragðstíma fyrir íbúa/gesti […]
Orkan hér allt um kring

Hér í kringum Vestmannaeyjar eru kraftar og orka sem mér finnst mega nýta betur. Undanfarið hef ég fylgst með þróun sjávarfallavirkjana á Orkneyjum og skrifaði meðal annars grein um það í lok síðasta árs sem birtist á eyjamiðlunum. Þar reifaði ég þá kenningu að framtíðarlausn í orkumálum Vestmannaeyja væri einmitt hér í Vestmannaeyjum. Ég tel […]
Í tilefni af prófkjöri Sjálfstæðismanna

Það eru gömul og ný sannindi að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Fyrir tveimur árum hefði ég ekki getað trúað því að ég myndi vera að skrifa grein sem brottfluttur Eyjamaður. Sömuleiðis hefði ég ekki getað ímyndað mér að ég væri að skipta mér af málefnum Vestmannaeyja sem brottfluttur Eyjamaður. Þaðan af […]
Sameiginlegur framboðsfundur fyrir prófkjör

Sameiginlegur framboðsfundur frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til sveitarstjórnarkosninga 2022 verður haldinn í Ásgarði næstkomandi miðvikudag 23. mars kl.20:00. Prófkjörið mun fara fram um næstkomandi helgi og því gott að eiga stefnumót við frambjóðendur áður en til þess kemur. Á fundinum munu frambjóðendur kynna sig stuttlega áður en þeir fara á milli borða og eiga samtal […]
Lýðræðisveisla í vændum

Sjálfstæðisflokkurinn efnir til prófkjörs nk. laugardag til að velja fulltrúa á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Öllum kjósendum, sem hyggjast styðja D-listann í komandi kosningum, er þar boðið að velja fulltrúa sem skipa munu framboðslista Sjálfstæðisflokksins í vor. Valið er því alfarið í höndum kjósenda sem hlýtur að vera gagnsæjasta og lýðræðislegasta aðferðin sem í […]
Hagnaður samfélagsins

Vissir þú að Vestmannaeyjabær er stærsti ferðaþjónustuaðilinn í sveitarfélaginu okkar? Vestmannaeyjabær ferjar 350 þúsund farþega á milli lands og eyja, rekur Eldheima, Sagnheima og sundlaugina sem taka á móti fleira ferðafólki en nokkur annar ferðaþjónustuaðili hérna í Eyjum. Við höfum fjölbreytt úrval veitingastaða sem hafa mikinn metnað, fjölbreytta afþreyingu og 7 ferðir á dag með […]