Árið er 2017. Sjálfstæðisflokkurinn er við völd eins og hann hefur verið allar götur síðan 2006. 10 árum áður hafði hlutur bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja verið seldur fyrir háar upphæðir og handbært fé á rekstrarreikning bæjarins fór úr því að vera 120 m.kr í 3.962 m.kr á einni nóttu. Bærinn stóð vel.
Samt voru leikskólagjöld í Vestmannaeyjum þau hæstu á landinu.
Fyrir 8 tíma með fullu fæði borgaði ég 39.578 kr. á mánuði fyrir Hilmar Gauta minn á meðan vinkona mín úr Garðabæ borgaði 38.465 kr. fyrir sinn peyja. Frænka mín á Akureyri var enn lukkulegri og borgaði „aðeins“ 36.034 kr. fyrir sína dömu.
Á árinu 2017 borgaði ég 474.939 kr. fyrir leikskóladvöl Hilmars Gauta, 13.356 kr. meira en vinkona mín í Garðabæ og 42.528 kr. meira en frænka mín á Akureyri.
Af hverju? Af hverju í þessum fallega bæ okkur sem stóð svo vel fjárhagslega, voru leikskólagjöldin þau hæstu á öllu landinu? Við lok árs 2016 var hagnaður af rekstri bæjarins 417 m.kr og eigið fé 6.873 m.kr en samt var verið að leggja á barnafjölskyldur hæstu leikskólagjöld á öllu landinu. Algjörlega óskiljanlegt.
Árið er 2022. Bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey hefur verið í meirihluta síðastliðin fjögur ár og stýrt bænum með miklum ágætum. Elvar Aron yngri sonur minn er í leikskólanum Kirkjugerði en ólíkt því sem var árið 2017 eru leikskólagjöldin hér í Vestmanneyjum ekki lengur þau hæstu á landinu. Í dag borga ég 36.817 kr. á mánuði eða 441.804 kr. á ári.
Leikskólagjöldin hafa nefnilega ekki hækkað hér í Vestmannaeyjum öfugt við það sem hefur gerst hjá vinkonu minni í Garðabæ og frænku minni fyrir norðan.
Í dag borga ég 33.132 kr. minna á ári en ég gerði 2017 á meðan vinkona mín í Garðabæ borgar 58.716 kr. meira og frænkan á Akureyri 70.140 kr. Sveifla upp á rúmar 100.000 kr. á milli okkar frænka.
Með því að afnema vísitölutenginu árið 2018 og að frysta leikskólagjöld árið 2019 hefur núverandi meirihlutin náð að vinda ofanaf þessum háu gjöldum. Vegna þess hversu vel bæjarsjóður er rekinn hefur verið hægt að lækka álögur á fjölskyldufólk og veita betri þjónustu til íbúa.
Í dag eru leikskólagjöld samkeppnishæf við önnur en við ætlum að gera enn betur með því að bjóða uppá gjaldfrjálsa leikskóla á komandi kjörtímabili!
Aníta Jóhannsdóttir, aðalmaður í fræðsluráði
Höfundur skipar 6. sæti á lista Fyrir Heimaey fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst