Munið þið þegar við byrjuðum að flokka rusl hérna í Eyjum? Það voru margir pirraðir yfir þessu veseni og fyrirhyggjunni og að ruslið yrði ekki tæmt nema á 3 vikna fresti, svo það væri eins gott fyrir bæjarbúa að flokka. Munið þið eftir bæklingunum og fundunum og fræðslunni sem við fengum og hve ótrúlega framúrstefnuleg og flott við vorum? Eitt af fyrstu sveitarfélögunum til að taka upp 3 tunnu kerfi. Munið þið, þegar við í Vestmannaeyjum vorum orðin vön að flokka ruslið okkar, hvað við vorum hneyksluð á borgarbúum að flokka ekki ruslið sitt þegar þetta var eins auðvelt og raun bar vitni?
Í dag er það bundið í lög að flokka rusl og við erum bara ekkert svo framúrskarandi lengur í umhverfismálum. Í dag flokka allir ruslið sitt og raunar sitjum við eftir því að það er eiginlega það eina sem við erum að gera. Í dag er það Kópavogur sem er framúrskarandi þar sem þau eru komin hvað lengst með sjálfbærni og vinnu eftir Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Og við hérna heima vitum tæplega hvað það þýðir. Og hvernig leyfðum við því bara að gerast?
Það er rándýrt fyrir okkur að flokka ekki vel
Við í Sjálfstæðisflokknum viljum halda áfram þar sem frá var horfið og taka sorpmálin skrefinu lengra. Við þurfum átak í flokkun þar sem við höfum ein dýrustu sorpeyðingargjöld landsins! Gámurinn með óflokkaða ruslinu sem okkur finnst svo þægilegt að henda í kostar okkur 1 milljón á viku, það eru 52 milljónir á ári sem er algjörlega glatað mál. Við megum ekki vera værukær þar sem við höfum ekki heyrt jákvæða umræðu eða fengið fræðslu um sorp- og umhverfismál seinustu ár. Hvernig eigum við sem hendum ruslinu að halda okkur við efnið ef höfuðið sendir ekki skilaboðin til okkar?
Verum framúrskarandi í umhverfismálum því hér eigum við heima
Við þurfum skurk í samtakamætti bæjarbúa, við þurfum að huga að endurnýtingu, endurnýjungum og endurskoðun á hugsunarhætti og háttum áður en við verslum. Við þurfum fræðslu um hringrásarhagkerfið og hvernig við skiptum máli fyrir stóru myndina. Við þurfum að fá kennslu um hvert okkar hlutverk sé til að börnin okkar erfi Eyjarnar og heiminn í sama eða betra ástandi en þegar við komum í hann. Það sem er svo mikilvægast er að við þurfum hvatningu til að gera betur. Við þurfum að komast á sama stað og hinir og eiginlega viljum við taka fram úr þeim því við eigum að vera framúrskarandi fyrirmyndir í umhverfismálum eins og við vorum og viljum vera.
Því hér eigum við heima.
Unnur Tómasdóttir
Ragnheiður Sveinþórsdóttir
Arnar Gauti Egilsson
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst