Þaulreynt sálgæslu- og áfallateymi á vakt alla hátíðina

Hátíðin fór vel fram frá okkar bæjardyrum séð og allflestir voru til fyrirmyndar Margir koma að skipulagi, undirbúningi og framkvæmd Þjóðhátíðar. Má nefna þjóðhátíðarnefnd, Heilbrigðisstofnun, sýslumannsembættið, Björgunarfélagið, slökkvilið, Herjólf, Landakirkju og Vestmannaeyjabæ þar sem er unnin fjölbreytt vinna í tengslum við hátíðina, við götulokanir, bakvaktir í barnavernd og allt þar á milli. Á hátíðinni er […]
Samstaðan hafði betur í baráttunni við veðurguðina

Þau voru mörg viðfangsefnin sem þjóðhátíðarnefnd og allir sem komu að hátíðinni í ár fengu að kljást við. Föstudagskvöldið færði með sér óvenju kraftmikið veður, með miklum hvellum og hviðum sem gengu yfir Vestmannaeyjar fram á nótt. Í Herjólfsdal var allt á fullu, ekki af neyð, heldur samstillt átak þar sem hver og einn lagði […]
Gummi á Þjóðhátíð – FM-Blö flottastir

Guðmundur Ásgeir Grétarsson lét sig ekki vanta á Þjóðhátíðina í ár og skemmti sér vel þó veðrið hefði mátt vera betra. „Mér fannst FM-Blö mjög flottir,“ segir hann þegar hann var spurður um hvað stóð upp úr á hátíðinni. „Þeir voru bara bestir.“ Annars var hann ánægður með hátíðina í heild og lét ekki rigningu og rok slá […]
Brugðist við aðstæðum eins vel og kostur var

Sýnir sig enn og aftur hvað Vestmannaeyingar taka vel á móti gestum sínum „Það sem kom okkur á óvart á föstudagskvöldinu voru þessar miklu hviður. Spáin var ekki góð en við áttum ekki von á þessu ósköpum. Þegar ég kíkti á mælinn á Stórhöfða á vedur.is sýndi hann hviður upp í 30 metra en ég held því fram að […]
Lögregla – Hátíðin fór vel fram og allflestir til fyrirmyndar

„Lögreglan í Vestmannaeyjum var með mikinn viðbúnað yfir Þjóðhátíð og var stór aukið viðbragð. Um 30 lögreglumenn voru að störfum. Þá er rétt að taka fram að um 130 gæsluliðar voru lögreglu til aðstoða og sinntu almennri gæslu á hátíðarsvæðinu. Á hátíðarsvæðinu var einnig, að venju, sjúkraskýli þar sem læknir og hjúkrunarfæðingar stóðu vaktir, auk […]
Versta veður á Þjóðhátíð frá 2002

„Það var mikið að gera hjá okkur þegar versta veðrið gekk yfir á föstudagskvöldið og fram á laugardagsnóttina. Við hjálpuðum fólki við að halda niðri hvítu tjöldunum og aðstoðuðum þegar Tuborgtjaldið fór af stað, ásamt fleirum smávægilegum verkefnum,“ segir Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja og sjúkraflutningamaður sem hafði í mörg horn á líta á Þjóðhátíðinni. „Við vorum […]
Erilsamt hjá lögreglu í nótt

Erilsamt var hjá lögreglu í nótt og gista sex fangageymslur eftir nóttina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Eyjum sem birt er á facebook-síðu embættisins. ÞAr segir jafnframt að fimm líkamsárásir hafi verið tilkynntar til lögreglu og eru þau mál til rannsóknar. Einn aðili veittist að lögreglumanni og við handtöku fundust á honum […]
Sunnudagurinn í myndum

Lokadagur Þjóðhátíðar var í gær og margt um manninn á hátíðarsvæðinu. Einn þeirra var Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari sem fangaði stemninguna í gegnum linsuna. (meira…)
Ánægja með aðsóknina

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum náði hámarki í Herjólfsdal þegar Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrði Brekkusöng fyrir fulla brekku af gestum undir miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Fyrr um kvöldið höfðu Björgvin Halldórson, Sigga Beinteins, Stebbi Hilmars, Emmsjé Gauti, GDRN og Flóni sungið með Stuðlabandinu á kvöldvökunni. Eftir miðnætti stigu Birnir, Flóni, […]
Myndasyrpa frá laugardegi

Það var allt annað yfirbragð yfir stemningunni í Herjólfsdal í nótt miðað við nóttina þar áður. Enda komið mun betra veður og allflestir í góðum gír. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta fór um hátíðarsvæðið með myndavélina á lofti. (meira…)