Sungið í dalnum í eina og hálfa öld

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum stærsta tónlistar- og menningarhátíð landsins er framundan. Hún verður sett í Herjólfsdal klukkan 14:30 á föstudaginn að undangengnu “Húkkaraballi” á fimmtudagskvöldið og svo verður hátíð í dalnum framundir mánudagsmorgun. Í tilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd segire að mörg stærstu nöfn íslenskra tónlistar í dag séu meðal þeirra sem koma fram og þá er ekki […]
Hægt er að sækja um lóðir fyrir hvítu tjöldin í dag

Sækja þarf um lóð á dalurinn.is, skrá sig þar inn með netfangi og lykilorði, ef þú manst ekki lykilorðið þá sækir þú um nýtt lykilorð með því að ýta á “Gleymt lykilorð”. Ef upp kemur að netfangið sé ekki til, þá stofnar þú nýjan aðgang. Mikilvægt er að allir reitir séu fylltir út svo að […]
Dagskrá Þjóðhátíðar klár

Dagskrá Þjóðhátíðarinnar er nú klár og var opinberuð í dag inn á dalurinn.is. Á dagskránni má sjá þá listamenn sem fram koma og hvernig skipulaginu verður háttað. Í dag er síðasti dagur til þess að kaupa miða á forsöluverði, lokað verður fyrir það á miðnætti. (meira…)
Opnað fyrir umsóknir hvítu tjaldanna á mánudag

Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð er nú kominn á fullt skrið og nú styttist í úthlutun lóða fyrir hvítu tjöldin. Á mánudaginn, klukkan 10:00, opnar fyrir umsóknir um lóðir fyrir hvítu tjöldin og verður hægt að sækja um á dalurinn.is. Umsóknarfresturinn stendur yfir til kl. 10:00 á miðvikudaginn 23. júlí. (meira…)
Telja tímabært að slétta út “Veltusundið”

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók fyrir á fundi sínum í vikunni umsókn frá ÍBV-íþróttafélagi um að steypa undirstöður fyrir hljóðskúr sem er í brekkunni hjá Brekkusviðinu í Herjólfdal. Einnig var sótt um að lengja Veltusund til austurs og slétta það svæði. Í umsókninni segir: ÍBV-íþróttafélag óskar eftir leyfi til þess að reisa steyptan vegg undir […]
Þjóðhátíðarlagið í höndum Stuðlabandsins

Þjóðhátíðarnefnd hefur tilkynnt að þjóðhátíðarlagið í ár verði samið og flutt af Stuðlabandinu. Stuðlabandið er íslensk ballhljómsveit frá Selfossi. Hljómsveitin var stofnuð árið 2004 og æfði fyrst um sinn á bænum Stuðlum í Ölfusi og dregur nafn sitt þaðan. Bandið er skipa þeir: Baldur Kristjánsson – bassi, Birgir Þórisson – hljómborð, Bjarni Rúnarsson – slagverk, […]
Þrír veislustjórar á Þjóðhátíð í 100 ár

Í 150 ára sögu Þjóðhátíðar Vestmannaeyja hafa kynnar hátíðarinnar ekki verið margir. Farið var yfir sögu kynnana á þjóðhátíðarblaði Eyjafrétta og þar rætt við núverandi kynni, Bjarna Ólaf Guðmundsson. Stefán Árnason, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, eða Stebbi pól, var kynnir á Þjóðhátíð í 55 ár, en hann byrjaði sem kynnir árið sem hann var ráðinn yfirlögregluþjónn […]
Uppskriftin að Þjóðhátíð til og virkar vel

Hörður Orri – formaður ÍBV í þjóðhátíðarspjalli – Salka Sól „Það hefur verið fínt og bara gengið mjög vel. Það er búið að vera mikið að gera hjá félaginu almennt og mikið um stóra viðburði. Sumarið náttúrulega byrjar á TM mótinu og svo Orkumótið og nú Þjóðhátíð. Svo er auðvitað fótboltinn í fullum gangi og […]
ClubDub – Einn kaldur á Lundanum

„Þetta er náttúrulega stærsta svið á Íslandi og þetta er 150 ára stöffið, þannig við hlökkum til að spila á 150 ára stöffinu, sko“ segir Aron Kristinn Jónasson meðlimur raftónlistartvíeykisins ClubDub sem hefur verið að gera góða hluti á íslensku tónlistarsenunni. Tónlistarmaðurinn Brynjar Barkarson myndar hinn helming sveitarinnar. „Það er bara búið að vera nóg að […]
Öldungar á Þjóðhátíð

„Ef ég hefði verið lengur þá hefði strætó bara hætt að ganga“ Í tilefni þúsund ára byggðar á Íslandi var haldin þjóðhátíð 2. ágúst 1874 í höfuðborginni. Danakonungur kom þá meðal annars í heimsókn og var Íslendingum færð ný stjórnarskrá. Sama dag var lélegt sjólag og Eyjamönnum ekki kleift að komast upp á land og […]