Laugardagskvöldið í myndum

Mikið fjör var í Herjólfsdal í gærkvöldi þrátt fyrir fúlviðri. Einar Bárðar var nýr kynnir á kvöldvökunni þar sem hinir ýmsu listamenn stigu á svið, þar má nefna Eló, Unu Torfa, Stuðmenn og Helga Björns. Drengirnir í FM95Blö hituðu svo upp fyrir flugeldasýninguna á miðnætti. Mikil leynd hafði ríkt yfir hverjir leynigestir kvöldsins væru en […]

Róleg nótt að baki

20240802 230837

Nóttin var helst til tíðindalítil hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum miðað við þann mannfjölda sem nú er í Eyjum. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að aðeins einn hafi gist fangageymslur og var það vegna ölvunar. Þá komu upp tvö minniháttar fíkniefnamál. Hann segir að þrátt fyrir leiðinda veður þá hafi þetta gengið ótrúlega […]

Lögreglan lýsir eftir Helga

C3CB3ADFB92C48F8C691157AD5CBCCAD6EA078BAD7FBB02F5A9E7F5F3454B2F3 713x0

Lögreglan í Vestmannaeyjum lýsir eftir Helga Ingimar Þórðarsyni, 21 árs gamall. Helgi er 192 cm á hæð og sást síðast klæddur í svartar buxur, svarta hettupeysu og dökkgrænann bomberjakka. Síðast er vitað um ferðir Helga við Herjólfsdal síðastliðna nótt. Lögreglan biður fólk um að hafa samband í síma 112 ef það veit um ferðir Helga. […]

Skemmti sér vel þó veður hefði mátt vera betra

Að því er kemur fram hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum var nóttin að mestu róleg á þjóðhátíðinni í gærkvöldi og í nótt. Brennan var á sínum stað og fólk skemmti sér vel í brekkunni. Óskar Pétur var á ferðinni með myndavélina og hér má sjá smá nokkur sýnishorn. Veður hefði mátt vera betra en fólk klæddi […]

Óvenju fá fíkniefnamál á Þjóðhátíð

DSC 8946

​Nóttin var fremur tíðindalítil hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum.  Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri segir aðspurður í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að engin tilkynning um kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu enn sem komið er. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir í nótt og er einn í klefa vegna þess, en heilt yfir gistu fimm þjóðhátíðargestir fangageymslur. Tveir þeirra […]

Þjóðhátíð sett í blíðskaparveðri

DSC 8568

Þjóðhátíð Vestmannaeyja var sett laust fyrir klukkan 15 í dag. Venju samkvæmt er það formaður ÍBV-íþróttafélags sem setur hátíðina. Það kom því í hlut Harðar Orra Grettissonar að gera það í ár en hann tók við formennsku í félaginu í vor. Þór Vilhjálmsson flutti í kjölfarið hátíðarræðu og sr. Viðar Stefánsson var með hugvekju. Halla […]

Þjóðhátíðin okkar!

20240802 144731 Setning Thjodh 2024

Íris Róbertsdóttir. bæjarstjóri Vestmannaeyja ritar pistil á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar í dag. Tilefnið er Þjóðhátíðin sem var formlega sett í dag að viðstödddu fjölmenni. Pistil Írisar má lesa í heild sinni hér að neðan. Það er alltaf jafn gaman að sjá Vestmannaeyjar bókstaflega fyllast af fólki sem komið til að gleðja sig og gleðja aðra. Við […]

Gerðu upptæk eggvopn

Nóttin hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum var tiltölulega róleg, að sögn Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjóra. Hann segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að gerð hafi verið upptæk eggvopn hjá tveimur aðilum. Þá gistu tveir fangageymslur og upp komu tvö til þrjú minniháttar fíkniefnamál. Karl Gauti segir gríðalegan fjölda komin í bæinn. Hans tilfinning sé að það sé […]

Fjölmennt Húkkaraball – myndir

Í nótt fór fram hið landsfræga Húkkaraball. Fjöldi manns mætti á ballið. Ljósmyndari Eyjafrétta/eyjar.net, sem leit þar við hefur myndað nokkuð mörg Húkkaraböll í gegnum áratugina. Hann segir þetta eitt það fjölmennasta hingað til. Veður var stillt og þurrt. (meira…)

Umferðarskipulag breytist í dag

thodhatid_ur_lofti_2023_hbh

Eftirfarandi breytingar á umferðarskipulagi í Vestmannaeyjum taka gildi kl. 13:00 í dag, föstudag og gildir til kl. 19:00 mánudaginn 5. ágúst nk.: Hámarkshraði á Dalvegi verður lækkaður úr 50 km/klst. í 15 km/klst. og er framúrakstur bannaður. Umferð um Dalveg verður einungis leyfð til að leggja í bifreiðarstæði og til að skila og sækja fólk. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.