Happafley kveður Heimaey

Heimaey Opf 20250507 200935(0)

Á miðvikudagskvöldið hélt Heima­ey VE í síðasta sinn úr heima­höfn. Ísfé­lagið hef­ur selt skipið til Nor­egs og verður af­hent kaup­end­um í Maloy í næstu viku. Skipið hefur reynst félaginu vel á allan hátt þau þrettán ár sem það hefur verið gert út. Sjá einnig: Heimaey VE seld til Noregs Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta hefur […]

Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag

Sigurvinsson 2018 Mynd Vfb.de

Einn ástsælasti knattspyrnumaður þjóðarinnar, Ásgeir Sigurvinsson fagnar í dag sjötugs afmæli. Ásgeir fæddist 8. maí árið 1955 í Vestmannaeyjum. Hann hóf ferilinn með ÍBV og lék á meginlandi Evrópu með liðunum Standard Liège, Bayern München og VfB Stuttgart. Hann varð Þýskalandsmeistari með Stuttgart árið 1984 og bikarmeistari með Bayern árið 1982. Einnig vann hann bikartitla […]

Gleðilegt nýtt ár!

Yfir Bae Kvold 20241231 170258 Ah

Stjórn og starfsfólk Eyjafrétta óska lesendum sínum og öllum landsmönnum gleðilegs nýs ár og farsældar á komandi ári. Við þökkum ánægjulega samfylgd á liðnu ári og munum við áfram kappkosta að flytja Eyjamönnum nær og fjær fréttir úr héraði. Til að koma öllum í áramótagírinn látum við fylgja með hér gamla góða Baggalúts-lagið um Gamlárspartýið. […]

65 ár frá því fyrsti Herjólfur kom til Eyja

Sj 38723 Herjlfur I Kemur Nr A4 18 12121959 Breytt Reduced

Í dag eru 65 ár síðan Herjólfur I kom fyrst til Vestmannaeyja. Það var nánar tiltekið klukkan 14.00 þann 12. desember 1959 sem fyrsti Herjólfur lagðist að bryggju í Eyjum. Fyrsti Herjólfur gekk daglega á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Ferjan sigli auk þess hálfsmánaðarlega til Hornafjarðar og á sumrin hin síðari ár til Þorlákshafnar einu […]

Starfslokin breyttust á augabragði

Peninga

Stærsti sexfaldi pottur sögunnar gaf vel af sér um þarsíðustu helgi en alls voru um 18 þúsund manns sem fengu vinning, þar af voru sjö með bónusvinninginn og 15 voru með annan vinning í Jóker. Tveir ofurheppnir spilarar voru svo með allar tölurnar réttar og hlaut hvor um 57 milljónir í sinn hlut. Þetta kemur […]

Gáfu til Landakirkju á 60 ára afmæli

DSC 2586

Vélaverkstæðið Þór var stofnað þann 1.nóvember 1964 í Vestmannaeyjum. Í gær var haldið upp á 60 ára afmæli fyrirtækisins og var boðið til afmælisfögnuðar í golfskálanum. Eigendur Þórs létu ekki þar við sitja heldur gáfu þeir hjálparstarfi Landakirkju eina milljón króna á þessum tímamótum. Stofnendur Þórs voru þeir Garðar Þ. Gíslason, Hjálmar Jónsson og Stefán […]

Kirkjugerði 50 ára

Kirkjugerdi 24 Tms IMG 6244

Leikskólinn Kirkjugerði er 50 ára í dag, 10. október. Á vef Vestmannaeyjabæjar ritar Íris Róbertsdóttir grein vegna tímamótana. Grein Írisar má lesa í heild sinni hér að neðan, en rétt er að geta þess að í tilefni afmælisins verður opið hús á Kirkjugerði í dag milli kl: 15.00 og 16.00. Til hamingju með daginn Við […]

Afmælishóf til heiðurs Sigurgeiri í Skuld

Í afmælisdálki Morgunblaðsins í dag er sagt frá Sigurgeiri Jónassyni frá Skuld, ljósmyndara með meiru sem er níræður í dag. Þar segir m.a.:  „Í dag er ég í hinum ýmsu spjallklúbbum eða kallaklúbbum víðs vegar um bæinn. Þar hitti ég reglulega marga góða og trausta vini sem hafa reynst mér afskaplega vel í gegnum tíðina.“ […]

Sigurgeir frá Skuld fagnar 90 ára afmæli

Sigurgeir Jónasson fagnar 90 ára afmæli í dag, fimmtudaginn 19. september. Hann byrjaði ungur að taka myndir en sína fyrstu mynd tók hann í Álsey aðeins 12 ára gamall. Fyrsta fréttamyndin birtist í Tímanum 6. ágúst 1958 af grindhvalavöðu í Vestmannaeyjahöfn. Í framhaldi af því varð hann ljósmyndari Morgunblaðsins og er ekki alveg hættur því […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.