Fréttapýramídinn – Gísli Valtýsson er Eyjamaður ársins 2024

„Gísli Valtýsson er Eyjamaður ársins 2024 að mati Eyjafrétta. Er lærður smiður og prentari og tók við rekstri Eyjaprents/Eyjasýnar árið 1982 sem hann stýrði í rúm 30 ár. Stærsta verkefnið var útgáfa Frétta og síðar Eyjafrétta sem í áratugi kom út einu sinni í viku. Það var þrekvirki og vinnutíminn oft langur en allt hafðist […]
Met í sjúkraflugi milli lands og Eyja

Í byrjun árs 2024 tók Norlandair við sjúkraflugi á landinu af Mýflugi sem hafði sinnt fluginu í nokkur ár á undan. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar voru alls 943 sjúkraflug á árinu 2024 með 973 sjúklinga. Það er aukning um 3% í sjúkraflugum á milli áranna 2023 og 2024. Um 44% fluga ársins 2024 voru í […]
Gat rakið ættir konungsfólks eins og Vestmannaeyinga

Konunglegt teboð til heiðurs Jónu Bjargar skjalaverði: „Hugmyndin að þessari dagskrá kom upp í sumar eftir andlát systur minnar, hennar Jónu Bjargar. Af hverju að minnast hennar með konunglegu teboði, ja það er saga að segja frá því. Jóna var nefnilega ein af þessum royalistum sem að liggur við að sé sér þjóðflokkur hér […]
Vélaverkstæðið Þór – Öflugt fyrirtæki á traustum grunni

Vélaverkstæðið Þór var stofnað þann 1. nóvember 1964 í Vestmannaeyjum og varð því 60 ára þann 1. nóvember sl. Stofnendur voru Garðar Þ. Gíslason, Stefán Ólafsson og Hjálmar Jónsson sem seldi sinn hlut eftir gos og Stefán hætti 1999. Árið 2000 komu Svavar Garðarsson, Jósúa Steinar Óskarsson, Friðrik Gíslason og Garðar R. Garðarsson framkvæmdarstjóri inn […]
Grettir nýsköpunarstjóri uppsjávariðnaðarins

Nýsköpun í uppsjávariðnaði fær sérstakan sess með tilkomu Grettis Jóhannessonar sem nýverið tók við nýju starfi hjá Félagi uppsjávariðnaðarins (FU) og Þekkingarsetri Vestmannaeyja (ÞVS) sem nýsköpunarstjóri uppsjávariðnaðarins. „Ég hef aðstöðu í ÞVS þar sem mér hefur verið afar vel tekið,“ sagði Grettir, sem hefur hafið vinnu og er að skoða lista af hugmyndum með mögulegum tækifærum. […]
Alda og Emma fyrrverandi leikskólastjórar

Við ræddum við þær Emmu H. Sigurgeirsdóttur Vídó og Öldu Gunnarsdóttur, en þær eru fyrrverandi leikskólastjórar á Kirkjugerði. Alda byrjaði á Kirkjugerði árið 1995 eftir að hún útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands og tók við sem leikskólastjóri í desember 1997. Á þeim tíma voru einungis tveir leikskólakennarar starfandi á Kirkjugerði og auk Öldu var það Ellý Rannveig Guðlaugsdóttir sem […]
Eyja skólastjóri – Börn eru bara svo dásamleg

Leikskólinn Kirkjugerði fagnaði 50 ára afmæli þann 10. október síðastliðinn. Kirkjugerði hefur átt langt og farsælt starf í gegnum árin og langaði okkur að fá að heyra aðeins í fólkinu sem starfar og tengist Kirkjugerði. Við byrjuðum á að ræða við Eyju Bryngeirsdóttur núverandi leikskólastjóra Kirkjugerðis. Eyja byrjaði leikskólastarfsferil sinn í upphafi í leikskólanum Rauðagerði […]
Ungur frumkvöðull með einstök Íslandskerti

Alexander Júlíusson er ungur frumkvöðull sem vakið hefur athygli fyrir einstaka hönnun Íslandskerta. OURA-kertin, sem eru í laginu eins og Ísland, hafa fengið afar góðar viðtökur fyrir einstaka fegurð og táknræna tenginu við landið. Alexander sýndi hönnun sína á handverksmarkaðnum í Höllinni í nóvember síðastliðnum. Við heyrðum í Alexander og fengum að heyra hvernig hugmyndin […]
Glacier Guys gleðja með söng og góðvild

Þeir Hannes Gústafsson, Friðrik Már Sigurðsson og Theodór Sigurbjörnsson, sem kalla sig Glacier Guys, hafa glatt fólk með söng sínum og góðum boðskap. Þeir hafa síðastliðnar vikur verið að safna fyrir og styrkja góð málefni og hafa nú þegar styrkt Landakirkju, Krabbavörn og Kjarnann svo eitthvað sé nefnt. Við fengum að heyra í Hannesi Gústafssyni, einum […]
Elska jólin og hlakka alltaf til

Í aðdraganda jóla höfum við rætt við nokkra íbúa Vestmannaeyja um hvernig þeir undirbúa hátíðarnar. Við ræddum við Hafdísi Snorradóttur að þessu sinni og deildi hún með okkur sínum uppáhalds jólahefðum og minningum. Fjölskylda? Ég er gift Friðriki Þór Steindórssyni og saman eigum við þrjú börn, þau Rebekku Rut, Sindra Þór og Rakel Rut. Tengdabörnin […]