Líflína mín til Eyja er vaður sem heldur

Raggi á Látrum var einn af peyjunum á Vestmannabrautinni. Hann var hægur, hreinn og beinn en alvörugefinn. Hann var meira fyrir bókina, læs áður en hann kom í skóla og lærði dönsku af lestri dönsku blaðanna og gat því talað við Ripp, Rapp og Rupp á undan hinum peyjunum. Í kjallaranum á Látrum var hann oft með hreyfimyndasýningar sem voru […]

Sjaldgæfur erfðasjúkdómur tók yfir líf Ragnars Þórs

Ragnar Þór Jóhannsson er 36 ára Eyjamaður sem hefur á síðustu árum þurft að takast á við sjaldgæfan og lífs breytandi erfðasjúkdóm, Peutz-Jegher sem hefur haft mikil áhrif á hans daglegt líf. Ragnar er giftur Bjarteyju Kjartansdóttur og saman eiga þau þrjú börn, þau Líam, París og Chloé. Veikindi Ragnars bönkuðu fyrst upp á sumarið 2021 og í framhaldi […]

Gunnar Þór: Snyrtilegri bíla var ekki að finna á götum Vestmannaeyja

Sumir fæðast með bensín í blóðinu og byrja snemma og skrefin eru nokkur. Flestir byrja á skellinöðru, næst koma mótorhjólin eitt af öðru og vex krafturinn með hverju nýju hjóli. Þá er komið að bílunum og þar ráða hógværð og fjárráð í byrjun en svo fjölgar hestöflum og útlit og stærð verða meira áberandi. Sumir […]

Stefna eins langt og hægt er

Andri Erlingsson og Elís Þór Aðalsteinsson eru íþróttamenn mánaðarins að þessu sinni en þeir fóru á dögunum með U-19 ára landsliði Íslands á HM í handbolta. Mótið fór fram 6. til 17. ágúst í Kaíró, Egyptalandi. Íslenska liðið endaði í 6. sæti á mótinu en þeir töpuðu í lokaleik sínum fyrir Ungverjum. Andri og Elís […]

Lilja Dögg – Ljóst að ekki þýðir að standa kyrr

„Þegar ég kem inn sem menntamálaráðherra er ljóst að íslenska menntakerfið var í vanda. Við könnuðum stöðuna og sáum mjög margar áskoranir. Ein var lestur og ég vildi skoða þetta með fólki sem hafði áhuga á að bæta stöðuna. Finna leiðir til að við hefðum eitthvað til að bera okkur saman við. Þegar Íris bæjarstjóri […]

Kjarninn í ,,Kveikjum neistann“ eru engin geimvísindi

„Ég hef verið svo heppinn að fá að fylgjast með verkefninu ,,Kveikjum neistann“ í Vestmannaeyjum. Þar hefur allt samfélagið tekið höndum saman og sett grunnskólann í forgang, það mættu fleiri sveitarfélög taka sér til fyrirmyndar. Það er líka áhugavert að sjá hve vel pólítíkin hefur stutt verkefnið og Íris bæjarstjóri verið öflugur stuðningsmaður enda grunnskólakennari […]

Afar mikilvægt að öll börn nái góðri lestrarfærni

„Mín framtíðarsýn er að ungt fólk á Íslandi hafi sömu möguleika til þess að lifa og starfa í síbreytilegum heimi og jafnaldrar í löndum sem við viljum bera okkur saman við. Til að svo megi verða þarf að veita nemendum á Íslandi tækifæri til menntunar í menntakerfi sem stenst samanburð við það sem best gerist […]

Skólastjórar GRV – Kveikjum neistann verkefni sem virkar

Fyrir fimm árum kynnti Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík fyrir okkur þessa hugmynd, Kveikjum neistann sem hann hafði þróað í sínum störfum og rannsóknum. Okkur leist mjög vel á umgjörðina, mér ekki síst því hún byggir á mjög sterkum og traustum vísindum. Eitthvað sem að mínu […]

Kveikjum neistann – ákváðum að stíga fyrstu skrefin hér

„Upphafið er að Hermundur óskar eftir samtali við okkur í Eyjum um verkefnið Kveikjum neistann , hann hafði rætt við nokkur sveitarfélög sem ekki voru tilbúin að fara í verkefnið. Ég ræddi við skólastjórana okkar Önnu Rós og Einar sem voru strax mjög hrifin og boltinn fer að rúlla. Þegar á gera breytingar á menntakerfinu […]

Frá slori og netagerð í ítalska sveit

Pálmi Sigmarsson er Eyjamaður í húð og hár, 61 módel sem steig bernskusporin á Kirkjuveginum. Foreldrar hans eru Sigmar Pálmason, þekktur knattspyrnumaður og Kristrún Axelsdóttir, fv. banakastarfsmaður, en þau hjón voru umboðsmenn og ráku vöruafgreiðslu í Emmuhúsinu í félagi við fleiri. Pálmi á þrjár systur, Unni Björg, Berglindi og Hildi. Börn Pálma og fyrri eiginkonu […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.