Þrettán starfsmenn kvaddir

Fyrr í vikunni bauð Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja starfsfólki sem látið hefur af störfum hjá Vestmannaeyjabæ á árinu vegna aldurs til samverustundar í Ráðhúsinu. Fram kemur á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar að Íris hafi fært þeim lítinn þakklætisvott fyrir framlag þeirra til Vestmannaeyjabæjar á starfsævinni og minntist hvers og eins með nokkrum orðum. Margir þessara starfsmanna höfðu […]
Áætla rúman hálfan milljarð í hagnað

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær samhljóða fjárhagsáætlun fyrir árið 2025. Fram kemur í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum að tekjur séu varlega áætlaðar og ekki gert ráð fyrir að skatttekjur ársins 2025 verði hærri en raunskatttekjur þessa árs. Rekstrartekjur eru áætlaðar 9.697 m.kr. og rekstrarútgjöld eru áætluð 9.240 m.kr. á árinu 2025. Sem fyrr eru fræðslu- og […]
Fyrsta skóflustungan tekin á laugardag

Fyrsti áfangi viðbyggingar við Íþróttamiðstöðina er að fara af stað. Byggingin mun hýsa búningsklefa. Í tilkynningu á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar segir að fyrsta skóflustungan verði tekin á laugardaginn nk. kl. 10:30. Boðið verður upp á léttar veitingar í anddyri Íþróttamiðstöðvar að skóflustungu lokinni og verða myndir og teikningar af hönnun til sýnis. Allir/öll velkomin, segir í […]
Höfnuðu eina tilboðinu sem barst

Eitt mál var tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í gær. Málið sem tekið var fyrir er vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Hásteinsvelli, en til stendur að setja gervigras á völlinn. Fram kemur í fundargerð að eitt tilboð hafi borist í útboð vegna jarðvinnu og lagna við Hásteinsvöll. Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs […]
Hægt verði á framkvæmdahraða

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir næsta ár fór fram á síðasta fundi bæjarstjórnar. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri flutti þar framsögu um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2025. Áætla rúmlega 500 milljóna afkomu samstæðu Fram kom í framsögu bæjarstjóra að staða bæjarsjóðs Vestmannaeyja verði áfram traust, þrátt fyrir að sveitarfélög séu mörg hver nú […]
Straumlind bauð best

Vestmannaeyjabær leitaði eftir verðtilboðum í raforkukaup hjá þeim sem bjóða orku til sölu eftir að Orkusalan sagði upp samningi við bæinn. Alls bárust fjögur tilboð, frá Orkusölunni, N1, ON og Straumlind. Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að mat á tilboðum liggi fyrir frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og lagði hann til að lægsta tilboðinu sem […]
Ný staðföng á ljósleiðaraneti Eyglóar

Vegna mistaka urðu fimm staðföng eftir við tengingu á ljósleiðaranum í nokkrum götum. Þessi fimm staðföng eru nú klár til tenginga. Eygló ehf. biður eigendur þessara húsa afsökunar á þeirri töf sem þeir hafa orðið fyrir á möguleika á ljósleiðaratengingu, umfram aðra húseigendur í þessum götum. Birkihlíð 4, Kirkjuvegur 65, Heimagata 30, Heimagata 35, Sólhlíð […]
Malbikað víða um bæinn

Malbikun stendur yfir víðsvegar um bæinn í dag og á morgun, 7. og 8. október. Í tilkynningu á vef bæjarins segir að malbikun standi yfir við Sorpu, á Strandvegi við Strandveg 101, við Skansveg neðan við Fesbrekku og við gatnamót Strandvegar og Hlíðarvegar. Vegna malbikunar er móttökustöð Kubbs því lokuð í dag og einnig Skansvegurinn […]
Verklok áætluð í maí

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni fór Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs yfir tímalínu á framkvæmdum vegna gervigrass og flóðlýsingar á Hásteinsvelli. Fyrir liggur að ástand afvötnunar á vellinum eru góðar og ekki er þörf á að hrófla við undirlagi og drenkerfi. Búið er að færa girðingar við skammhliðar vallarins og stækka hann […]
Vilja draga úr áhrifum hækkunar fasteignamats

Bæjarráð Vestmannaeyja ræddi – á fundi ráðsins í vikunni – ramma og forsendur fjárhagsáætlunar. Fram kemur í fundargerð að undanfarnar vikur hafi vinna staðið yfir á bæjarskrifstofum Vestmannaeyja við að skoða áhrif breytingar á álagningarprósentu fasteignaskatts á tekjur bæjarsjóðs. Bæjarstjóri fór yfir vinnuna sem unnin var fyrir bæjarráð og þá tillögu sem liggur fyrir. Í […]