Rannveig ráðin byggingarfulltrúi

Rannveig Ísfjörð Cr

Vestmannaeyjabær hefur ráðið Rannveigu Ísfjörð í starf byggingarfulltrúa á tæknideild. Starfið var auglýst laust til umsóknar þann 4. desember sl.. Umsóknarfrestur var til 23. desember og barst ein umsókn um starfið. Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að Rannveig hafi lokið B.Sc gráðu í byggingartæknifræði á sviði framkvæmda og lagna frá Háskólanum í Reykjavík árið […]

Ein umsókn um starf byggingarfulltrúa

Ráðhús_nær_IMG_5046

Vestmannaeyjabær auglýsti í lok síðasta árs laust til umsóknar starf byggingarfulltrúa á tæknideild. Fram kom í auglýsingunni að leitað væri að metnaðarfullum aðila sem hefur umsjón með lögum og reglugerðum um að skipulags- og byggingareftirliti sé framfylgt. Starfið felur í sér umsjón og verkefnastjórnun er varðar framkvæmdir sveitarfélagsins. Starfið er á umhverfis- og tæknisviði með […]

Jólakveðja bæjarstjóra

Það er einhver barnsleg gleði sem fylgir aðventunni og jólunum sjálfum ár hvert. Ég hugsa oft til þess þegar ég bjó á Vestmannabrautinni, sem ung stúlka, og við vinkonurnar biðum alltaf spenntar eftir því að bjallan færi upp í Bárugötunni á milli kaupfélagsbúðanna. Þá voru jólin komin í okkar huga. Við höldum mörg hver í […]

Þrettán starfsmenn kvaddir

Sarfsm Kvaddir Vestm Is L

Fyrr í vikunni bauð Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja starfsfólki sem látið hefur af störfum hjá Vestmannaeyjabæ á árinu vegna aldurs til samverustundar í Ráðhúsinu. Fram kemur á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar að Íris hafi fært þeim lítinn þakklætisvott fyrir framlag þeirra til Vestmannaeyjabæjar á starfsævinni og minntist hvers og eins með nokkrum orðum. Margir þessara starfsmanna höfðu […]

Áætla rúman hálfan milljarð í hagnað

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær samhljóða fjárhagsáætlun fyrir árið 2025. Fram kemur í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum að tekjur séu varlega áætlaðar og ekki gert ráð fyrir að skatttekjur ársins 2025 verði hærri en raunskatttekjur þessa árs. Rekstrartekjur eru áætlaðar 9.697 m.kr. og rekstrarútgjöld eru áætluð 9.240 m.kr. á árinu 2025. Sem fyrr eru fræðslu- og […]

Fyrsta skóflustungan tekin á laugardag

Vidbygging Ithrottahus 2024 Vestm Is

Fyrsti áfangi viðbyggingar við Íþróttamiðstöðina er að fara af stað. Byggingin mun hýsa búningsklefa. Í tilkynningu á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar segir að fyrsta skóflustungan verði tekin á laugardaginn nk. kl. 10:30. Boðið verður upp á léttar veitingar í anddyri Íþróttamiðstöðvar að skóflustungu lokinni og verða myndir og teikningar af hönnun til sýnis. Allir/öll velkomin, segir í […]

Höfnuðu eina tilboðinu sem barst

Skoflustunga Hasteinsv 2024 IMG 6759

Eitt mál var tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í gær. Málið sem tekið var fyrir er vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Hásteinsvelli, en til stendur að setja gervigras á völlinn. Fram kemur í fundargerð að eitt tilboð hafi borist í útboð vegna jarðvinnu og lagna við Hásteinsvöll. Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs […]

Hægt verði á framkvæmdahraða

Framkv Slokkvist

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir næsta ár fór fram á síðasta fundi bæjarstjórnar. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri flutti þar framsögu um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2025. Áætla rúmlega 500 milljóna afkomu samstæðu Fram kom í framsögu bæjarstjóra að staða bæjarsjóðs Vestmannaeyja verði áfram traust, þrátt fyrir að sveitarfélög séu mörg hver nú […]

Straumlind bauð best

Yfir Bæ Kvold

Vestmannaeyjabær leitaði eftir verðtilboðum í raforkukaup hjá þeim sem bjóða orku til sölu eftir að Orkusalan sagði upp samningi við bæinn. Alls bárust fjögur tilboð, frá Orkusölunni, N1, ON og Straumlind. Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að mat á tilboðum liggi fyrir frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og lagði hann til að lægsta tilboðinu sem […]

Ný staðföng á ljósleiðaraneti Eyglóar

IMG_5869

Vegna mistaka urðu fimm staðföng eftir við tengingu á ljósleiðaranum í nokkrum götum.  Þessi fimm staðföng eru nú klár til tenginga. Eygló ehf. biður eigendur þessara húsa afsökunar á þeirri töf sem þeir hafa orðið fyrir á möguleika á ljósleiðaratengingu, umfram aðra húseigendur í þessum götum. Birkihlíð 4, Kirkjuvegur 65, Heimagata 30, Heimagata 35, Sólhlíð […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.