Biluð fráveitulögn orsökin fyrir ólykt og fuglageri

Fólk sem átti leið um bryggjurnar tók eftir töluverðu fuglageri sunnan við Kleifar í dag. Samkvæmt tíðindamanni Eyjafrétta er einnig töluverð ólykt þarna nærri. Ástæðan er bilun í fráveitulögn. „Það bilaði bráðabirgðaviðgerð á einni fráveitulögn sem liggur undir höfnina og yfir á Eiðið. Farið verður í að laga þetta í fyrramálið.“ segir Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri […]
Fleiri hús á ljósleiðaranet Eyglóar

Á vef Vestmannaeyjabæjar er tilkynning um fleiri hús sem til tilbúin eru til tengingar á ljósleiðaranet Eyglóar. Íbúar þessa húsa geta nú haft samband við þá internetþjónustu sem þeir vilja hafa viðskipti við og pantað hjá þeim ljósleiðaratengingu við sitt hús. Hólagata 31 Hólagata 32 Hólagata 33 Hólagata 34 Hólagata 36 Hólagata 37 Hólagata 38 […]
Úrbætur á leiðum að vinsælum stöðum

Á fundi bæjarráðs 30. júlí sl. lá fyrir samantekt innviðauppbyggingarnefndar um stöðu innviða m.t.t. ferðaþjónustu og tillögur að úrbótum. Bæjarráð tók á síðasta ári ákvörðun um að skipa sérstakan starfshóp sem hefði það hlutverk að skoða innviði með tilliti til ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Ætti þetta sérstaklega við um aðkomu og göngustíga að helstu ferðamannastöðum í […]
Brugðist við brýnni þörf

Fyrir síðasta fundi bæjarráðs lágu fyrir drög að minnisblaði framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um fjölgun leikskólaplássa. Fræðsluráð fól framkvæmdastjóra að vinna erindi til bæjarráðs þar sem óskað er eftir því að annarri leikskóladeild verði komið upp við Kirkjugerði, sambærilegri þeirri sem var komið upp fyrr á árinu. Fram kom að fyrirséð er að það þurfi […]