Lögðu fram tillögur að úrbótum
23. ágúst, 2024
IMG_0977
Gönguslóði á Heimakletti er afar illa farinn og er það forgangsatriði að mati starfshópsins að laga hann. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Staða ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum var rædd á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í síðasta mánuði. Þar var lögð fram samantekt starfshóps sem bæjarráð Vestmannaeyja skipaði í apríl 2023. Hlutverk hópsins var að skoða innviði með tilliti til ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Þá sérstaklega aðkomu og göngustíga á helstu ferðamannastöðum.

Í afgreiðslu bæjarráðs er fulltrúum í starfshópnum þakkað fyrir þeirra vinnu og mun ráðið hafa samantektina til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar.

Heimaklettur forgangsverkefni

Samantektina um stöðu innviða m.t.t. ferðaþjónustu og tillögur að úrbótum má sjá hér að neðan.

Bæjarráð tók ákvörðun á 3193. fundi þann 13. apríl 2023 að skipa sérstakan starfshóp sem hefði það hlutverk að skoða innviði með tilliti til ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Ætti þetta sérstaklega við um aðkomu og göngustíga að helstu ferðamannastöðum í Vestmannaeyjum.

Ákveðið var að hópurinn myndi skila samantekt til bæjarráðs um stöðuna og tillögur að úrbótum.

Bæjarráð skipaði í hópinn framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, umhverfisfulltrúa og þá Pál Scheving og Hallgrím Rögnvaldsson f.h. Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja.

Starfshópurinn hittist fimm sinnum á tímabilinu maí 2023-maí 2024 þar sem farið var yfir stöðuna á helstu gönguleiðum og leiðir til úrbóta ræddar. Í kjölfarið var eftirfarandi samantekt gerð:

1. Heimaklettur
Gönguslóði á Heimakletti er afar illa farinn og er það forgangsatriði að mati starfshópsins að laga hann. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur veitt styrk að fjárhæð 11.180.000 til
verkefnisins. Styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða miðast við 80% af áætluðum heildarkostnaði verkefnis hverju sinni en gert er ráð fyrir 20% mótframlagi sem getur verið í formi vinnuframlags.
Áætlað kostnaðarmat við umsókn er alltaf með fyrirvara og því ekki fullvíst að styrkurinn dugi einn og sér hverju sinni.

2. Hamarinn
Styrkur fékkst úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða árið 2020 til að laga gönguslóða við Hamarinn sem hefur ekki verið fullnýttur en mun ekki duga til eingöngu. Efni hefur verið sett í rákir slóðanna (vikur og úr Ingólfsfjalli) en huga þarf að varanlegri mannvirkjum á álagsstöðum, t.d. hlöðnum grjóttröppum.

3. Helgafell
Of margar leiðir eru á fjallið með tilheyrandi rákum sem þarf að fækka. Styrkur fékkst fyrir hönnun gönguleiðar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og er komin tillaga að leiðarvali. Ekki hefur verið ákveðið hvernig þetta verður framkvæmt.

4. Stórhöfði
Skoða ætti hvort ekki mætti fækka girðingum á Stórhöfða eða opna svæðið alveg til að bæta aðgengið. Þá þarf að laga göngustíga á Höfðanum, t.d. göngustíginn að kofanum sem er illa farinn. Huga mætti að salernisaðstöðu á eða við Stórhöfða, bæði fyrir gangandi ferðamenn og þá sem er fara út úr rútum til að skoða sig um. Jafnframt þarf að bæta úr merkingum og setja upp skilti.

5. Hraunskógur og leiðir að Eldfelli og Eldheimum
Leiðir að Eldfelli og göngustígar meðfram vegum á hrauni eru ekki í góðu ásigkomulagi. Göngustígar frá bænum upp á hraun þurfa styrkingu og spurning hvort þeim megi fækka og beina ferðamönnum á stíga sem hafa verið lagaðir. Fylla þarf í raufar (grindur) í göngustíg frá Eldheimum til norðurs.

6. Dalfjall og Eggjar
Miklar lagfæringar hafa átt sér stað á Dalfjalli og Eggjunum undanfarin ár með smíðuðum tröppum og Ecoraster-grindum. Lagfæringu á Háhá er lokið en laga þarf gönguleið niður af Há að Spröngu.

7. Eldfell
Óæskilegum leiðum þarf að loka og verður líklega gert samhliða uppsetningu leiðar ÓE. Opnum leiðum þarf að viðhalda, s.s. raka burt steina og merkja leiðir.

 

Í niðurstöðu segir:  Heimaklettur er forgangsverkefni með styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Huga þarf að framlagi sveitarfélagsins, gera áætlun og kostnaðarmeta. Ljúka þarf við önnur verkefni sem hafa fengið styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Huga þarf að framlagi sveitarfélagsins, gera áætlanir og kostnaðarmeta.

Minni verkefni sem eru ekki kostnaðarsöm og teljast til viðhaldsvinnu, s.s. hreinsa stíga, bera efni í þá, fylla í raufar á grindum o.þ.h., ætti að vera hægt að fara í sem fyrst. Gera þarf áætlanir varðandi önnur verkefni og kostnaðarmeta.

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Fors 14 Tbl 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst