Míla kaupir ljósleiðarkerfi Eyglóar
28. ágúst, 2024
linuborun_0423
Ljósleiðari lagður. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már

Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti í gær tillögu stjórnar Eyglóar ehf., sem er hlutafélag í eigu Vestmannaeyjabæjar, um að ganga að kauptilboði Mílu hf. í ljósleiðarkerfi sem Eygló hefur verið að byggja upp á undanförnum tveimur árum.

Kaupverðið er 690 milljónir króna sem felur í sér að útlagður kostnaður við uppbyggingu kerfisins endurheimtist. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar.

Vestmannaeyjabær ákvað á sínum tíma, með stofnun Eyglóar, að tryggja öllum Eyjamönnum háhraða nettengingar þar sem ljóst var á þeim tíma að ekkert þeirra fyrirtækja sem starfa í þeim geira ætlaði sér að ráðast í slíka fjárfestingu í Vestmannaeyjum. Þegar Míla hf. óskaði í sumar eftir viðræðum um kaup á því kerfi sem Eygló var þá þegar komin langt með að byggja upp voru viðbrögð Vestmannaeyjabæjar og stjórnar Eyglóar jákvæð, enda Míla í farabroddi fyrirtækja á þessu sviði og leiðandi í tækniþróun. Kerfi Mílu verður að sjálfsögðu opið öllum þjónustuaðilum á Íslandi.

Uppbygging og rekstur á kerfi sem þessu er kostnaðarsamur og vandasamur og ekki hluti af lögbundnu hlutverki sveitarfélaga. Það var aldrei sjálfstætt markmið Vestmannaeyjabæjar að standa fyrir slíku heldur var þetta í raun gert af illri nauðsyn því markaðsaðilar voru þá ekki reiðubúnir í þá fjárfestingu sem þurfti til að tryggja Eyjamönnum þessa þjónustu.

Við afgreiðslu málsins á fundi bæjarráðs í gær voru allir bæjarfulltrúar viðstaddir og niðurstaða málsins samþykkt samhljóða.

Innan skamms munu öll heimili í Vestmannaeyjum hafa aðgang að háhraða nettengingum og verður þá markmiðinu með stofnun Eyglóar náð.

Njáll Ragnarsson er formaður stjórnar Eyglóar ehf.:

„Ég og við í stjórn félagsins erum mjög ánægð með að samningar hafi tekist og að Míla fari af krafti í það að halda verkefninu áfram. Samtal okkar við forsvarsmenn Mílu hefur verið gott og þar á bæ eru menn stórhuga um að koma á enn betri nettengingu inn á heimili í Vestmannaeyjum.

Auk þess hefur þessi samningur þá þýðingu að sveitarfélagið getur nú einbeitt sér að sínum verkefnum í stað þess að standa í kostnaðarsömum fjárfestingum og rekstri ljósleiðarakerfis“.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst