Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti í gær tillögu stjórnar Eyglóar ehf., sem er hlutafélag í eigu Vestmannaeyjabæjar, um að ganga að kauptilboði Mílu hf. í ljósleiðarkerfi sem Eygló hefur verið að byggja upp á undanförnum tveimur árum.
Kaupverðið er 690 milljónir króna sem felur í sér að útlagður kostnaður við uppbyggingu kerfisins endurheimtist. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar.
Vestmannaeyjabær ákvað á sínum tíma, með stofnun Eyglóar, að tryggja öllum Eyjamönnum háhraða nettengingar þar sem ljóst var á þeim tíma að ekkert þeirra fyrirtækja sem starfa í þeim geira ætlaði sér að ráðast í slíka fjárfestingu í Vestmannaeyjum. Þegar Míla hf. óskaði í sumar eftir viðræðum um kaup á því kerfi sem Eygló var þá þegar komin langt með að byggja upp voru viðbrögð Vestmannaeyjabæjar og stjórnar Eyglóar jákvæð, enda Míla í farabroddi fyrirtækja á þessu sviði og leiðandi í tækniþróun. Kerfi Mílu verður að sjálfsögðu opið öllum þjónustuaðilum á Íslandi.
Uppbygging og rekstur á kerfi sem þessu er kostnaðarsamur og vandasamur og ekki hluti af lögbundnu hlutverki sveitarfélaga. Það var aldrei sjálfstætt markmið Vestmannaeyjabæjar að standa fyrir slíku heldur var þetta í raun gert af illri nauðsyn því markaðsaðilar voru þá ekki reiðubúnir í þá fjárfestingu sem þurfti til að tryggja Eyjamönnum þessa þjónustu.
Við afgreiðslu málsins á fundi bæjarráðs í gær voru allir bæjarfulltrúar viðstaddir og niðurstaða málsins samþykkt samhljóða.
Innan skamms munu öll heimili í Vestmannaeyjum hafa aðgang að háhraða nettengingum og verður þá markmiðinu með stofnun Eyglóar náð.
Njáll Ragnarsson er formaður stjórnar Eyglóar ehf.:
„Ég og við í stjórn félagsins erum mjög ánægð með að samningar hafi tekist og að Míla fari af krafti í það að halda verkefninu áfram. Samtal okkar við forsvarsmenn Mílu hefur verið gott og þar á bæ eru menn stórhuga um að koma á enn betri nettengingu inn á heimili í Vestmannaeyjum.
Auk þess hefur þessi samningur þá þýðingu að sveitarfélagið getur nú einbeitt sér að sínum verkefnum í stað þess að standa í kostnaðarsömum fjárfestingum og rekstri ljósleiðarakerfis“.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst