Páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins

DSC_5694

Á morgun, skírdag verður hin árlega páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Mæting er í virkið á Skansinum og hefst leit stundvíslega kl.13:00. Allir eru velkomnir og eru barnafjölskyldur sérstaklega hvattar til mætingar. Markmiðið er að eiga góða samveru með fjölskyldunni, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Hlekkur á fésbókarviðburðinn er hér. (meira…)

Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags

Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl kl. 17:00 í Týsheimilinu. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Framboð til aðalstjórnar skulu berast til framkvæmdastjóra félagsins minnst 10 dögum fyrir boðaðan fund. Tilkynningar um framboð skulu því hafa borist fyrir miðnætti 19. apríl á ellert@ibv.is Tillögur að lagabreytingum skulu berast til aðalstjórnar minnst 10 dögum fyrir […]

Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar

Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf., fyrir reikningsárið frá 1. janúar 2024 til 31. desember 2024, verður haldinn í Vinnslustöðinni, Hafnargötu 2, þriðjudaginn 29. apríl nk. kl. 17:00. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál löglega upp borin. Tillögur og önnur fundargögn liggja frammi á skrifstofu félagsins tveimur vikum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnarkjörs skal berast stjórn félagsins […]

Ársþing ÍBV

Ársþing Íþróttabandalags Vestmannaeyja fyrir árið 2024 verður haldið í Týsheimilinu þriðjudaginn 13. maí nk. kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. (meira…)

Íbúafundur í dag

Eldhugar1

Í dag verður íbúafundur um listaverk Olafs Eliassonar sem til stendur að reisa. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi og Olafur Eliasson kynnir listaverkið. Pallborðsumræður kl. 17:10, Olafur Eliasson, Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt og Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar. Fundurinn verður í Eldheimum. Húsið opnar kl. 16:00 og verður boðið uppá kaffiveitingar. Fundurinn sjálfur hefst klukkan 16.30 […]

Gamlársgöngu/hlaup 2024

Hin árlega Gamlársganga verður farin á gamlársdag en gengið er til styrktar Krabbavörn Vestmannaeyja. Farið verður af stað klukkan 11:00 og verður gengið, nú eða hlaupið frá Steinstöðum. Allir þátttakendur fara leiðina á sínum hraða. Hlaupið eða gangan endar svo á veitingastaðnum Tanganum og boðið verður uppá súpu og brauð. Aðgangseyrir er 2000 kr. á […]

Dagskrá um sjóslysið við Eiðið 16. desember 1924

Sjóslys 16des1924 Teikning 10des2024

Mánudaginn 16. desember kl. 16 verður boðið upp á dagskrá í Sagnheimum til minningar um hið hörmulega  sjóslys við Vestmannaeyjar, fyrir réttum eitt hundrað árum, er átta menn drukknuðu við fjöruborðið norðan við Eiðið. Helgi Bernódusson flytur erindi um slysið og þá sem drukknuðu og myndir verða sýndar um uppsetningu minningarsteins sem reistur var nálægt þeim […]

Íbúafundur í dag

Mynd Baðlón Og Hótel á Skanshöfða

Í dag verður haldinn íbúafundur í Ráðhúsi Vestmannaeyja vegna fyrirhugaðar uppbyggingar á Skansinum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 6. nóvember sl. að kynna á vinnslustigi tillögu að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 Ásamt umhverfisskýrslu og tillögu að nýju deiliskipulagi við Skans og Skanshöfða vegna áforma um uppbyggingu baðlóns og hótels. Gert er ráð fyrir allt að 1.500 […]

Vel heppnaðir jólatónleikar í Höllinni

Glæsilegir jólatónleikar fóru fram í Höllinni í gærkvöldi, 6. desember. Kvöldið heppnaðist einstaklega vel og var frábær stemning í húsinu og vel mætt. Jónsi úr Svörtum fötum steig á svið, en auk Jónsa komu fram frábærir söngvarar úr Eyjum undir leik hljómsveitarinnar Gosanna. Á meðal þeirra sem stigu á svið voru þau Guðjón Smári, Eló, […]