Páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins

DSC_5694

Á morgun, skírdag verður hin árlega páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Mæting er í virkið á Skansinum og hefst leit stundvíslega kl.13:00. Allir eru velkomnir og eru barnafjölskyldur sérstaklega hvattar til mætingar. Markmiðið er að eiga góða samveru með fjölskyldunni, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Hlekkur á fésbókarviðburðinn er hér. (meira…)

Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags

Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl kl. 17:00 í Týsheimilinu. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Framboð til aðalstjórnar skulu berast til framkvæmdastjóra félagsins minnst 10 dögum fyrir boðaðan fund. Tilkynningar um framboð skulu því hafa borist fyrir miðnætti 19. apríl á ellert@ibv.is Tillögur að lagabreytingum skulu berast til aðalstjórnar minnst 10 dögum fyrir […]

Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar

Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf., fyrir reikningsárið frá 1. janúar 2024 til 31. desember 2024, verður haldinn í Vinnslustöðinni, Hafnargötu 2, þriðjudaginn 29. apríl nk. kl. 17:00. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál löglega upp borin. Tillögur og önnur fundargögn liggja frammi á skrifstofu félagsins tveimur vikum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnarkjörs skal berast stjórn félagsins […]

Ársþing ÍBV

Ársþing Íþróttabandalags Vestmannaeyja fyrir árið 2024 verður haldið í Týsheimilinu þriðjudaginn 13. maí nk. kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. (meira…)

Íbúafundur í dag

Eldhugar1

Í dag verður íbúafundur um listaverk Olafs Eliassonar sem til stendur að reisa. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi og Olafur Eliasson kynnir listaverkið. Pallborðsumræður kl. 17:10, Olafur Eliasson, Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt og Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar. Fundurinn verður í Eldheimum. Húsið opnar kl. 16:00 og verður boðið uppá kaffiveitingar. Fundurinn sjálfur hefst klukkan 16.30 […]

Gamlársgöngu/hlaup 2024

Hin árlega Gamlársganga verður farin á gamlársdag en gengið er til styrktar Krabbavörn Vestmannaeyja. Farið verður af stað klukkan 11:00 og verður gengið, nú eða hlaupið frá Steinstöðum. Allir þátttakendur fara leiðina á sínum hraða. Hlaupið eða gangan endar svo á veitingastaðnum Tanganum og boðið verður uppá súpu og brauð. Aðgangseyrir er 2000 kr. á […]

Dagskrá um sjóslysið við Eiðið 16. desember 1924

Sjóslys 16des1924 Teikning 10des2024

Mánudaginn 16. desember kl. 16 verður boðið upp á dagskrá í Sagnheimum til minningar um hið hörmulega  sjóslys við Vestmannaeyjar, fyrir réttum eitt hundrað árum, er átta menn drukknuðu við fjöruborðið norðan við Eiðið. Helgi Bernódusson flytur erindi um slysið og þá sem drukknuðu og myndir verða sýndar um uppsetningu minningarsteins sem reistur var nálægt þeim […]

Íbúafundur í dag

Mynd Baðlón Og Hótel á Skanshöfða

Í dag verður haldinn íbúafundur í Ráðhúsi Vestmannaeyja vegna fyrirhugaðar uppbyggingar á Skansinum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 6. nóvember sl. að kynna á vinnslustigi tillögu að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 Ásamt umhverfisskýrslu og tillögu að nýju deiliskipulagi við Skans og Skanshöfða vegna áforma um uppbyggingu baðlóns og hótels. Gert er ráð fyrir allt að 1.500 […]

Vel heppnaðir jólatónleikar í Höllinni

Glæsilegir jólatónleikar fóru fram í Höllinni í gærkvöldi, 6. desember. Kvöldið heppnaðist einstaklega vel og var frábær stemning í húsinu og vel mætt. Jónsi úr Svörtum fötum steig á svið, en auk Jónsa komu fram frábærir söngvarar úr Eyjum undir leik hljómsveitarinnar Gosanna. Á meðal þeirra sem stigu á svið voru þau Guðjón Smári, Eló, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.