Í dag verður haldinn íbúafundur í Ráðhúsi Vestmannaeyja vegna fyrirhugaðar uppbyggingar á Skansinum.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 6. nóvember sl. að kynna á vinnslustigi tillögu að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035
Ásamt umhverfisskýrslu og tillögu að nýju deiliskipulagi við Skans og Skanshöfða vegna áforma um uppbyggingu baðlóns og hótels.
Gert er ráð fyrir allt að 1.500 m2 baðlóni ásamt 2.300 m2 þjónustubyggingu með veitingastað fyrir allt að 50 gesti. Einnig er gert ráð fyrir allt að 90 herbergja hóteli á 4 hæðum sem snýr að Klettsvík í hlíðum Skanshöfða. Gert er ráð fyrir að lónið verði hitað með varmadælum sem nýta jarðsjó.
Íbúafundurinn hefst klukkan 17:30 og er eins og áður segir í Ráðhúsi Vestmannaeyja.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst