Mánudaginn 16. desember kl. 16 verður boðið upp á dagskrá í Sagnheimum til minningar um hið hörmulega sjóslys við Vestmannaeyjar, fyrir réttum eitt hundrað árum, er átta menn drukknuðu við fjöruborðið norðan við Eiðið.
Helgi Bernódusson flytur erindi um slysið og þá sem drukknuðu og myndir verða sýndar um uppsetningu minningarsteins sem reistur var nálægt þeim stað er ýtt var úr vör.
Að lokinni dagskrá verður farið út á Eiði þar sem verður stutt athöfn við steininn þar sem búið er að koma fyrir skilti til minningar um þá sem drukknuðu.
Boðið er upp á kaffi og konfekt í Sagnheimum. Dagskráin er styrkt af SASS en Vestmannaeyjabær, Sögusetur 1627 og Miðstöðin styrkja gerð minningarskiltisins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst