Ungir sjóarar með ábyrgð

Tomas Hakon K94A1224

Það var ekki hár meðalaldurinn í brúnni á Drangavík VE í síðasta túr. Þeir félagar Hákon Jónsson og Tómas Kjartansson stóðu þar vaktina. Hákon skipstjóri og Tómas 1. stýrimaður.  Þeir félagar fóru í viðtal hjá Vinnslustöðvar-vefnum þegar þeir voru nýkomnir í land í gærmorgun. Viðtalið við þá má sjá hér. (meira…)

Íhuga næstu skref eftir makríldóm

vsv_2016-6.jpg

Landsréttur dæmdi í gær ríkið til að greiða Vinnslustöðinni og Hugin ehf. skaðabætur vegna tjóns sem félögin urðu fyrir vegna ólögmætra skerðinga við úthlutun makrílkvóta á árunum 2011-2018.  Hæstiréttur hafði með dómum á árinu 2018 fallist á kröfur fyrirtækjanna um viðurkenningu á bótaskyldu vegna þessara lögbrota, en nú var tekist á um fjárhæð skaðabóta. Vinnslu­stöðinni […]

Kynna afurðir sínar í Kína

20241030 150624 Bas Kina

Vinnslustöðin sækir nú sjávarútvegssýninguna í Qingdao, Kína sem haldin er í Hongdao International Convention and Expo Center í Qingdao og hófst í dag. Haft er eftir Birni Matthíassyni, rekstrarstjóra VSV Seafood Iceland sem staddur er á sýningunni á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar að markmiðið sé að styrkja þau bönd sem nú þegar eru fyrir í Asíu og […]

Gleði á árshátíð VSV

IMG 6505

Gleðin var við völd á árshátíð Vinnslustöðvarinnar um síðustu helgi. Fram kemur á vef Vinnslustöðvarinnar að hátt í 300 gestir hafi gert sér glaðan dag í Höllinni. Kvöldið hófst reyndar á Háaloftinu, og hafði Binni framkvæmdastjóri orð á því hversu margir kæmust eiginlega fyrir á Háaloftinu! Á Háaloftinu var boðið upp á fordrykki og forréttahlaðborð. […]

„Á mettíma í haustrallinu”

20241016 143943

Haustralli Hafrannsóknastofnunar er lokið, en tvö skip Vinnslustöðvarinnar rölluðu í kringum landið ásamt rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Breki VE var á djúpslóð, en Þórunn Sveinsdóttir á grunnslóð. Valur Bogason, sjávarvistfræðingur var leiðangursstjóri á Þórunni Sveinsdóttur. „Leiðangurinn á  Þórunni gekk mjög vel og voru veðurguðirnir okkur mjög hliðhollir og vorum við á mettíma í haustrallinu á grunnslóð, […]

Ísleifur kveður Ísland

Isleifur Last Opf 1024 20241009 172157

Síðdegis í dag hélt áhöfn Ísleifs VE úr heimahöfn. Ferðin markar tímamót þar sem siglt verður með skipið utan til niðurrifs. Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri segir í samtali við Vinnslustöðvar-vefinn að ferðinni sé heitið til Esbjerg í Danmörku. „Þetta eru um 1000 mílur. Við áætlum að vera fjóra sólarhringa á leiðinni.” segir hann. Undanfarnar vikur hefur verið […]

„Ótrúlegur hraði“

default

Vel gengur hjá iðnaðarmönnunum sem byggja upp á Vinnslustöðvarreitnum. Húsið verður tveggja hæða um 5.600 fermetrar og mun hýsa saltfiskvinnslu á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. „Í dag var steyptur annar hluti af þremur í plötunni. Þeir stefna svo á að steypa þriðja partinn í næstu viku.“ segir Willum Andersen, tæknilegur rekstrarstjóri […]

Gúndi og Trausti hætta hjá Hafnareyri

„Á dögunum hætti Guðmundur Jóhannsson, eða Gúndi í Eyjaís að vinna hjá fyrirtækinu, hann hefur svo sannarlega skilað sínu og rúmlega það enda starfað samfleytt frá árinu 1986 þegar Eyjaís var byggt,“ segir á FB-síðu Hafnareyrar ehf.  sem er þjónustufyrirtæki til sjós og lands í eigu Vinnslustöðvarinnar. Um er að ræða löndunarþjónustu, frystigeymslur og umsjón […]

Tvö skip frá Vinnslustöðinni í rallið

Brekinn Ve Utleid

Haustrall Hafrannsóknastofnunar er hafið og munu tvö skip frá Vinnslustöðinni taka þátt í rallinu að þessu sinni. ​Auk þeirra er rannsóknarskipið Árni Friðriksson að mæla. ​Toga​ð er á mörg hundruð stöðvum á mismiklu dýpi á landgrunninu. Þetta hefur verið gert með sama hætti frá því árið 1985 og þannig fást sambærilegar upplýsingar um stofnstærð, aldurssamsetningu, […]

„Frábær fiskur, stór, góður í flökun, góður í frystingu“

Vsv 24 IMG 6301

Síðustu vikur hafa aðallega snúist um veiðar og vinnslu á norsk-íslenskri síld. Sér brátt fyrir endann á þeirri vertíð hjá uppsjávarskipum Vinnslustöðvarinnar, segir í frétt á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar. Næst er það ​kolmunn​i og íslensk​a sumargotssíld​in „Núna erum við að ljúka NÍ síldinni.“ segir Sindri Viðarsson spurður um stöðu hans sviðs – uppsjávarsviðsins. Ennfremur segir hann […]