Ungir sjóarar með ábyrgð

Tomas Hakon K94A1224

Það var ekki hár meðalaldurinn í brúnni á Drangavík VE í síðasta túr. Þeir félagar Hákon Jónsson og Tómas Kjartansson stóðu þar vaktina. Hákon skipstjóri og Tómas 1. stýrimaður.  Þeir félagar fóru í viðtal hjá Vinnslustöðvar-vefnum þegar þeir voru nýkomnir í land í gærmorgun. Viðtalið við þá má sjá hér. (meira…)

Íhuga næstu skref eftir makríldóm

vsv_2016-6.jpg

Landsréttur dæmdi í gær ríkið til að greiða Vinnslustöðinni og Hugin ehf. skaðabætur vegna tjóns sem félögin urðu fyrir vegna ólögmætra skerðinga við úthlutun makrílkvóta á árunum 2011-2018.  Hæstiréttur hafði með dómum á árinu 2018 fallist á kröfur fyrirtækjanna um viðurkenningu á bótaskyldu vegna þessara lögbrota, en nú var tekist á um fjárhæð skaðabóta. Vinnslu­stöðinni […]

Kynna afurðir sínar í Kína

20241030 150624 Bas Kina

Vinnslustöðin sækir nú sjávarútvegssýninguna í Qingdao, Kína sem haldin er í Hongdao International Convention and Expo Center í Qingdao og hófst í dag. Haft er eftir Birni Matthíassyni, rekstrarstjóra VSV Seafood Iceland sem staddur er á sýningunni á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar að markmiðið sé að styrkja þau bönd sem nú þegar eru fyrir í Asíu og […]

Gleði á árshátíð VSV

IMG 6505

Gleðin var við völd á árshátíð Vinnslustöðvarinnar um síðustu helgi. Fram kemur á vef Vinnslustöðvarinnar að hátt í 300 gestir hafi gert sér glaðan dag í Höllinni. Kvöldið hófst reyndar á Háaloftinu, og hafði Binni framkvæmdastjóri orð á því hversu margir kæmust eiginlega fyrir á Háaloftinu! Á Háaloftinu var boðið upp á fordrykki og forréttahlaðborð. […]

„Á mettíma í haustrallinu”

20241016 143943

Haustralli Hafrannsóknastofnunar er lokið, en tvö skip Vinnslustöðvarinnar rölluðu í kringum landið ásamt rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Breki VE var á djúpslóð, en Þórunn Sveinsdóttir á grunnslóð. Valur Bogason, sjávarvistfræðingur var leiðangursstjóri á Þórunni Sveinsdóttur. „Leiðangurinn á  Þórunni gekk mjög vel og voru veðurguðirnir okkur mjög hliðhollir og vorum við á mettíma í haustrallinu á grunnslóð, […]

Ísleifur kveður Ísland

Isleifur Last Opf 1024 20241009 172157

Síðdegis í dag hélt áhöfn Ísleifs VE úr heimahöfn. Ferðin markar tímamót þar sem siglt verður með skipið utan til niðurrifs. Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri segir í samtali við Vinnslustöðvar-vefinn að ferðinni sé heitið til Esbjerg í Danmörku. „Þetta eru um 1000 mílur. Við áætlum að vera fjóra sólarhringa á leiðinni.” segir hann. Undanfarnar vikur hefur verið […]

„Ótrúlegur hraði“

default

Vel gengur hjá iðnaðarmönnunum sem byggja upp á Vinnslustöðvarreitnum. Húsið verður tveggja hæða um 5.600 fermetrar og mun hýsa saltfiskvinnslu á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. „Í dag var steyptur annar hluti af þremur í plötunni. Þeir stefna svo á að steypa þriðja partinn í næstu viku.“ segir Willum Andersen, tæknilegur rekstrarstjóri […]

Gúndi og Trausti hætta hjá Hafnareyri

„Á dögunum hætti Guðmundur Jóhannsson, eða Gúndi í Eyjaís að vinna hjá fyrirtækinu, hann hefur svo sannarlega skilað sínu og rúmlega það enda starfað samfleytt frá árinu 1986 þegar Eyjaís var byggt,“ segir á FB-síðu Hafnareyrar ehf.  sem er þjónustufyrirtæki til sjós og lands í eigu Vinnslustöðvarinnar. Um er að ræða löndunarþjónustu, frystigeymslur og umsjón […]

Tvö skip frá Vinnslustöðinni í rallið

Brekinn Ve Utleid

Haustrall Hafrannsóknastofnunar er hafið og munu tvö skip frá Vinnslustöðinni taka þátt í rallinu að þessu sinni. ​Auk þeirra er rannsóknarskipið Árni Friðriksson að mæla. ​Toga​ð er á mörg hundruð stöðvum á mismiklu dýpi á landgrunninu. Þetta hefur verið gert með sama hætti frá því árið 1985 og þannig fást sambærilegar upplýsingar um stofnstærð, aldurssamsetningu, […]

„Frábær fiskur, stór, góður í flökun, góður í frystingu“

Vsv 24 IMG 6301

Síðustu vikur hafa aðallega snúist um veiðar og vinnslu á norsk-íslenskri síld. Sér brátt fyrir endann á þeirri vertíð hjá uppsjávarskipum Vinnslustöðvarinnar, segir í frétt á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar. Næst er það ​kolmunn​i og íslensk​a sumargotssíld​in „Núna erum við að ljúka NÍ síldinni.“ segir Sindri Viðarsson spurður um stöðu hans sviðs – uppsjávarsviðsins. Ennfremur segir hann […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.