Vinnslustöðin sækir nú sjávarútvegssýninguna í Qingdao, Kína sem haldin er í Hongdao International Convention and Expo Center í Qingdao og hófst í dag.
Haft er eftir Birni Matthíassyni, rekstrarstjóra VSV Seafood Iceland sem staddur er á sýningunni á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar að markmiðið sé að styrkja þau bönd sem nú þegar eru fyrir í Asíu og hitta helstu viðskiptavini VSV sem sækja sýninguna ásamt því að kynna afurðir fyrirtækisins fyrir áhugasömum kaupendum.
Mikill áhugi er á íslensku sjávarfangi sem áður og hefur enginn markaður stækkað eins hratt á síðustu árum en Kína og hefur nú neyslan náð yfir 34 kg á hvern íbúa. Kína er nú orðinn annað stærsta innflutningsland í heiminum á sjávarafurðum og stækkar enn. Kína er mikilvægur markaður fyrir Íslendinga fyrir loðnu og loðnuhrogn og setur það óneitanlega strik í reikninginn að geta ekki sagt til með vissu hvort við eigum vona á útgefnum kvóta fyrir komandi vertíð. Fulltrúar Vinnslustöðvarinnar standa vaktina næstu daga á sýningarsvæðinu og hlakka til að taka samtalið.
Yfir 40.000 manns sækja sýninguna frá yfir 120 löndum. 1.680 fyrirtæki frá 51 landi að kynna sýna starfsemi og vörur, segir m.a. í umfjölluninni. Hér má sjá alla umfjöllunina.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst