VSV Finland Oy – Nýtt dótturfélag í Helsinki

Vinnslustöðin hefur stofnað dótturfélagið VSV Finland Oy og ráðið til þess finnskt starfsfólk sem aflað hefur sér reynslu og þekkingar á innflutningi á eldislaxi og markaðssetningu, sölu og dreifingu laxins í Finnlandi og í Eystrasaltsríkjunum. VSV Finland Oy er með bækistöð í Helsinki (sbr. meðfylgjandi mynd) og hefur þegar tekið starfa. Framkvæmdastjóri er Mika Jaaskelainen, áður framkvæmdastjóri Kalatukku […]

Góðu gengi og farsælu samstarfi við VSV fagnað í eins árs afmæli Hólmaskers

Starfsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Hólmaskers í Hafnarfirði gerðu sér dagamun í morgun í tilefni af því að eitt ár var liðið frá því hjónin Jóhanna Steinunn Snorradóttir og Albert Erluson, eigendur Hólmaskers ehf., keyptu rekstur fiskvinnslu Stakkholts að Lónsbraut 1 og tóku við honum daginn eftir. Fáeinum dögum síðar var greint frá því að Vinnslustöðin hf. hefði […]

Kap heim af síldarmiðum með hálfþrítugan skipstjóra í brúnni

Halldór Friðrik Alfreðsson fór í fyrsta sinn á sjó með föður sínu átta ára gamall og og var mikið að snöfla með honum niðri í bát sem smápjakkur. Pabbinn var yfirvélstjóri á Gullbergi VE frá 1997 til 2007. Ellefu ára var Halldór Friðrik í veiðiferð með afa sínum og alnafna, þá starfsmanni Hvals hf. Þeir […]

Bræðslumenn VSV til sigurs á golfmóti

Unnar Hólm Ólafsson og Magnús Kristleifur Magnússon urðu sigurvegarar fyrir hönd VSV-bræðslu á golfmóti Golfklúbbs Vestmannaeyja um nýliðna helgi. Alls voru 102 keppendur skráðir til leiks og bræðslumenn léku á 49 punktum. Hjartanlega til hamingju drengir! Á myndinni (sem fengin er af fésbókarsíðu GV) eru frá vinstri: Leifur Jóhannesson, Unnar Hólm, Magnús Kristleifur og Sigursveinn […]

1200 tonn af makríl

„Við erum á heimleið með 1.200 tonn sem náðust í íslenskri lögsögu. Það hefur þurft að hafa talsvert fyrir því að leita að makrílnum og veiða hann á þessari vertíð,“ sagði Sveinn Ásgeirsson yfirstýrimaður á Gullbergi um hádegisbil í dag (1. september). Hann er í þann veginn að ljúka fyrsta túrnum sem skipstjóri á Gullbergi, […]

Skot inn á milli í makrílnum

„Við erum eingöngu á makrílveiðum þessar vikurnar. Það hefur gengið frekar hægt að ná makrílnum og margir dagar farið í að sigla og leita á stóru hafssvæði,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins. „Álsey kom til Þórshafnar í gærkvöldi með 1000 tonn sem Ísfélagsskipin fiskuðu í síðustu daga. Við erum búnir að fiska 13.000 tonn á […]

VSV, Okada Susian og Stefán kynna sjávarafurðir í Japan

Risastór sjávarútvegssýning stendur nú yfir í Tokyo í Japan, sú 24. í röðinni. Þar er að vonum margt um manninn meðal sýnenda og gesta. Vinnslustöðin og Okada Susian, fyrirtækið sem VSV er meðeigandi í, taka að sjálfsögðu þátt í sýningunni og þá átti aldeilis vel við að sendiherra Íslands í Japan, Eyjapeyinn Stefán Haukur Jóhannesson, […]

Saltfiskur fyrir 600 manns hvern dag

Ætla má að á þriðja hundrað þúsund gesta hafi á dögunum sótt sérstaka hátíð kennda við þorsk í borginni Ilhavo í Portúgal. Vinnslustöðin var eini íslenski styrktaraðili verkefnisins og salfiskfyrirtæki hennar þar ytra, Grupeixe, kynnti framleiðsluvörur sínar á vettvangi. Gestir kunnu vel að meta íslenska saltfiskinn enda í hávegum hafður og til að mynda víða […]

Óli Már yngsti yfirvélstjóri uppsjávarflotans

  Stökkið úr vélarrúmi Kap yfir í Gullberg er býsna stórt en afskaplega spennandi. Hér er allt stærra í sniðum og ýmis búnaður sem þarf að kynnast og læra á. Steini, yfirvélstjóri á gömlu Kap, er hins vegar með í túrnum og heldur í höndina á mér. Ég er því í góðum málum og verkefnið […]

Yngstir í flotanum

Hæfileikar og vinnusemi spyrja ekki um aldur, en nokkuð ljóst er að með þeim yngstu í flotanum starfa á Kap VE4. Yfirvélstjórinn heitir Ólafur Már Harðarsson og Theodor Hrannar Guðmundsson leysir hann af í fríum. Ólafur er ’90 módeil og Theodor er ’96 módel. Þetta kemur fram á Facebook síðuð hjá Erni Friðrikssyni. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.