VSV Finland Oy – Nýtt dótturfélag í Helsinki

Vinnslustöðin hefur stofnað dótturfélagið VSV Finland Oy og ráðið til þess finnskt starfsfólk sem aflað hefur sér reynslu og þekkingar á innflutningi á eldislaxi og markaðssetningu, sölu og dreifingu laxins í Finnlandi og í Eystrasaltsríkjunum. VSV Finland Oy er með bækistöð í Helsinki (sbr. meðfylgjandi mynd) og hefur þegar tekið starfa. Framkvæmdastjóri er Mika Jaaskelainen, áður framkvæmdastjóri Kalatukku […]
Góðu gengi og farsælu samstarfi við VSV fagnað í eins árs afmæli Hólmaskers

Starfsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Hólmaskers í Hafnarfirði gerðu sér dagamun í morgun í tilefni af því að eitt ár var liðið frá því hjónin Jóhanna Steinunn Snorradóttir og Albert Erluson, eigendur Hólmaskers ehf., keyptu rekstur fiskvinnslu Stakkholts að Lónsbraut 1 og tóku við honum daginn eftir. Fáeinum dögum síðar var greint frá því að Vinnslustöðin hf. hefði […]
Kap heim af síldarmiðum með hálfþrítugan skipstjóra í brúnni

Halldór Friðrik Alfreðsson fór í fyrsta sinn á sjó með föður sínu átta ára gamall og og var mikið að snöfla með honum niðri í bát sem smápjakkur. Pabbinn var yfirvélstjóri á Gullbergi VE frá 1997 til 2007. Ellefu ára var Halldór Friðrik í veiðiferð með afa sínum og alnafna, þá starfsmanni Hvals hf. Þeir […]
Bræðslumenn VSV til sigurs á golfmóti

Unnar Hólm Ólafsson og Magnús Kristleifur Magnússon urðu sigurvegarar fyrir hönd VSV-bræðslu á golfmóti Golfklúbbs Vestmannaeyja um nýliðna helgi. Alls voru 102 keppendur skráðir til leiks og bræðslumenn léku á 49 punktum. Hjartanlega til hamingju drengir! Á myndinni (sem fengin er af fésbókarsíðu GV) eru frá vinstri: Leifur Jóhannesson, Unnar Hólm, Magnús Kristleifur og Sigursveinn […]
1200 tonn af makríl

„Við erum á heimleið með 1.200 tonn sem náðust í íslenskri lögsögu. Það hefur þurft að hafa talsvert fyrir því að leita að makrílnum og veiða hann á þessari vertíð,“ sagði Sveinn Ásgeirsson yfirstýrimaður á Gullbergi um hádegisbil í dag (1. september). Hann er í þann veginn að ljúka fyrsta túrnum sem skipstjóri á Gullbergi, […]
Skot inn á milli í makrílnum

„Við erum eingöngu á makrílveiðum þessar vikurnar. Það hefur gengið frekar hægt að ná makrílnum og margir dagar farið í að sigla og leita á stóru hafssvæði,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins. „Álsey kom til Þórshafnar í gærkvöldi með 1000 tonn sem Ísfélagsskipin fiskuðu í síðustu daga. Við erum búnir að fiska 13.000 tonn á […]
VSV, Okada Susian og Stefán kynna sjávarafurðir í Japan

Risastór sjávarútvegssýning stendur nú yfir í Tokyo í Japan, sú 24. í röðinni. Þar er að vonum margt um manninn meðal sýnenda og gesta. Vinnslustöðin og Okada Susian, fyrirtækið sem VSV er meðeigandi í, taka að sjálfsögðu þátt í sýningunni og þá átti aldeilis vel við að sendiherra Íslands í Japan, Eyjapeyinn Stefán Haukur Jóhannesson, […]
Saltfiskur fyrir 600 manns hvern dag

Ætla má að á þriðja hundrað þúsund gesta hafi á dögunum sótt sérstaka hátíð kennda við þorsk í borginni Ilhavo í Portúgal. Vinnslustöðin var eini íslenski styrktaraðili verkefnisins og salfiskfyrirtæki hennar þar ytra, Grupeixe, kynnti framleiðsluvörur sínar á vettvangi. Gestir kunnu vel að meta íslenska saltfiskinn enda í hávegum hafður og til að mynda víða […]
Óli Már yngsti yfirvélstjóri uppsjávarflotans

Stökkið úr vélarrúmi Kap yfir í Gullberg er býsna stórt en afskaplega spennandi. Hér er allt stærra í sniðum og ýmis búnaður sem þarf að kynnast og læra á. Steini, yfirvélstjóri á gömlu Kap, er hins vegar með í túrnum og heldur í höndina á mér. Ég er því í góðum málum og verkefnið […]
Yngstir í flotanum

Hæfileikar og vinnusemi spyrja ekki um aldur, en nokkuð ljóst er að með þeim yngstu í flotanum starfa á Kap VE4. Yfirvélstjórinn heitir Ólafur Már Harðarsson og Theodor Hrannar Guðmundsson leysir hann af í fríum. Ólafur er ’90 módeil og Theodor er ’96 módel. Þetta kemur fram á Facebook síðuð hjá Erni Friðrikssyni. (meira…)