Klukkan 13.00 í dag hefst Flugeldaratleikur Jólarásarinnar og Björgunarfélags Vestmannaeyja en ratleikurinn hefur verið haldinn undanfarin ár við góðar undirtektir. Um er að ræða hefðbundin ratleik, þar sem lesnar verða upp vísbendingar á Jólarásinni, fm 104,7 frá klukkan 13.00 í dag. Vísbendingunum fjölgar svo þegar líður á daginn en forsvarsmenn leiksins segja upplagt fyrir alla fjölskylduna að sameinast í skemmtilegum leik. Í boði eru gjafabréf fyrir þrjá fjölskyldupakka.