Tómas Einarsson, ungur Eyjamaður hefur birt mjög skemmtileg myndbönd sem hann hefur tekið úr lofti yfir Heimaey. Í fyrra flaug hann t.d. yfir Herjólfsdal þegar blysin voru tendruð en þar sem það var mikið rok í ár, var ekki hægt að endurtaka leikinn. Tómas myndaði hins vegar flugeldasýningu laugardagsins úr lofti með dróna, sem er nokkurnskonar þyrla. Sjón er sögu ríkari en myndbandið fylgir fréttinni.