Þann 21. febrúar næstkomandi verður lokað fyrir flutning á Þjóðhátíðarmiðum milli ára, en þeir sem hafa ekki tekið afstöðu fyrir þann tíma, munu samt sem áður eiga áfram rétt á endurgreiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV. “Ljóst er að miðaverð mun hækka fyrir Þjóðhátíð 2022 og ráðleggjum við því fólki að flytja sína miða. Þessi ráðstöfun er gerð svo að við höfum rétta birgðastöðu á miðum áður en við setjum af stað miðasöluna fyrir Þjóðhátíð 2022. Þú skráir þig einfaldlega inn á þinn aðgang á dalurinn.is og ferð undir “mitt svæði”, velur þar flutning og miðinn gildir á Þjóðhátíðina 2022. Lokadagsetning flutnings er 21. febrúar 2022. Eftir það verður áfram hægt að óska eftir endurgreiðslu sem fyrr og einnig hægt að styrkja félagið undir “mitt svæði”.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst