Flygillinn góði sem eitt sinn var í Höllinni er mál málanna í dag en Sigmar Georgsson, fyrrum eigandi Hallarinnar skrifaði bréf í vikublaðið Fréttir og vakti athygli á því að flygillinn væri horfinn. Hann hafi verið keyptur fyrir söfnunarfé og skoraði Sigmar á núverandi eigendur Hallarinnar, Íslandsbanka og Sparisjóð Vestmannaeyja að koma þessu hljóðfæri aftur á sinn stað og virða þar með tilgang kaupanna í upphafi. Í hádegisútvarpi RÚV var því haldið fram að umsjónaraðili hljóðkerfis Hallarinnar hafi tekið flygilinn upp í kostnað við hljóðkerfi. Ólafur Elísson, Sparisjóðsstjóri sagði slíkt ekki inni í myndinni.