Fólk veikist og slasast alveg jafnt þótt heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni sé skert.
16. janúar, 2015
�?að dylst engum sem til þekkja að staða heilbrigðismála í Eyjum er ekki ásættanleg. Sjúkrahúsið í Eyjum hefur verið sameinað öðrum sjúkrahúsum á Suðurlandi með hagræðingu og bætta þjónustu að leiðarljósi. Hvort sú ákvörðun á eftir að bæta stöðuna verður að koma í ljós. Allavega er ekkert enn að gerast. Á fundi bæjarráðs í vikunni var fjallað um stöðuna í heilbrigðssmálunum. Eftirfarandi bókun var gerð:
Bæjarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af versnandi stöðu heilbrigðismála í Vestmannaeyjum og vaxandi kostnaðar vegna sjúkraflugs til og frá Eyjum. �?að þarf ekki að koma á óvart að eftir því sem þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur verið skert þá hefur kostnaður vegna sjúkraflugs aukist. Staðreyndin er enda sú að fólk veikist og slasast alveg jafnt þótt heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni sé skert. Breytingin er því eingöngu sú að þjónusta sem áður var veitt td. á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja er nú veitt í Reykjavík. Skerðing á bráðaþjónustu og viðbragðsgetu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja hefur því orðið til þess að frá 2013 til 2014 er um 70% fjölgun í sjúkraflugi að ræða.
Bæjarráð bendir heilbrigðisyfirvöldum enn og aftur á að kostnaður við sjúkraflug er verulegur eða um 600 þúsund krónur pr. hvert flug. Kostnaður vegna flutnings sjúklinga frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur á árinu 2014 er því vart undir 75 milljónum. �?ar við bætist kostnaður vegna læknisþjónustunnar sjálfrar sem sjúklingum frá Vestmannaeyjum er veitt í Reykjavík sem og sá viðbótarkostnaður sem Tryggingastofnun ríkisins verður fyrir vegna hreppaflutninga sjúklinga.
Enn er þá ótalinn sá gríðarlegi kostnaður sem sjúklingar og aðrir þjónustuþegar heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum þurfa sjálfir að bera.
Bæjarráð ítrekar því þá kröfu sína að tafarlaust verði brugðist við bráðavanda heilbrigðisstofnunar í Vestmannaeyjum og fjármagn heldur nýtt til að auka heilbrigðisþjónustu frekar en að flytja hana til.
�?ó óskar bæjarráð eftir því að nýráðin framkvæmdastjóri komi til næsta fundar bæjarráðs til að ræða þá erfiðu stöðu sem uppi er vegna þeirrar gríðarlegu þjónustuskerðingar sem orðið hefur í Vestmannaeyjum á seinustu misserum.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst