Samkvæmt Fótbolta.net var það Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar sem varð fyrir kynþáttafordómum á Hásteinsvelli í gær. Einhver úr stúkunni kallaði Halldór Orra albinóa, oftar en einu sinni en í tvígang varð Magnús Þórisson, dómari leiksins að biðja vallarþul á Hásteinsvelli að minna áhorfendur á sýna háttvísi og láta af fordómum í garð leikmanna.