Mannsæmandi laun í réttlátu samfélagi
Það eru blikur á lofti í íslensku samfélagi. Frá efnahagshruninu 2008 hafa launamenn tekið á sig gríðarlegar kjaraskerðingar. Ef fram heldur sem horfir mun barátta fyrir betri launum og meiri kaupmætti verða fyrirferðarmikil á næstu misserum. Verkalýðshreyfingin á að taka forystu um nýja þjóðarsátt um stöðugleika á vinnumarkaði. Réttlátt samfélag verður ekki til nema launafólk geti lifað af mannsæmandi launum. Fyrir því verður að berjast með öllum tiltækum ráðum.