Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada og forsætisráðherrar Norðurlanda eru væntanlegir til Eyja með Herjólfi um klukkan 7 í kvöld. Í allt telur hópurinn um 70 manns og hefst heimsóknin með kvöldverði og síðar bátsferð. Á morgun verður fundað og Heimaey skoðuð.
Ísland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni og er því gestgjafi fundarins í ár. Þema fundarins er m.a. viðnámsþróttur samfélaga en ákveðið var að halda fundinn í Vestmannaeyjum þar sem nú eru 50 ár liðin frá lokum Heimaeyjargossins. Um leið mun bæjarstjórn þakka þann mikla stuðning sem Eyjamenn fengu frá Norðurlöndunum í Heimaeyjargosinu 1973.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst