Á félagsfundi Drífanda s.l. miðvikudag var farið yfir stöðuna í samningamálum og þá kosti sem standa til boða. Kom þar fram mikil óánægja með hvernig forsendur samninganna hafa brostið hver á fætur annarri og má segja að ekki standi neitt eftir af forsendunum sem lagt var upp með er skrifað var undir samningana árið 2011.