Vestmannaeyjar eru fyrir margt sérstakar og Eyjamenn einstakir. Svo ég noti orð Baltasars Kormáks þá eru Eyjamenn eins og tálgaðir íslendingar, bara það besta er eftir. Sérstaða Vestmannaeyja er mikil. Byggð þar á ekki endilega að þrífast í Vestmannaeyjum þrátt fyrir sérstöðuna heldur einmitt og sérstaklega vegna hennar. �?g hef aldrei migið í saltan sjó, hef bara unnið eitt sumar við að verka trjónukrabba úti á Granda en annars er ég kannski dæmigerður nútíma Íslendingur, alinn upp í úthverfi á tímum þegar sveitir landsins hættu að taka á móti börnum og unglingum og vélvæðing í fiskvinnslu gerði það að verkum að störfum fækkaði og pláss á skipum urðu enn sjaldgæfari. �?g hef hitt fleiri börn í Vestmannaeyjum heldur en fullorðna, sem rithöfundur hef ég stundum komið í heimsókn og lesið verkum mínum og leikfélagið setti einu sinni upp Bláa hnöttinn. �?g hef fengið að fylgjast með Eldheimaævintýrinu frá upphafi en ég var í dómnefndinni sem tók þátt í að velja aðalhönnuð verksins. Vestmannaeyjar hafa heillað mig frá því ég var barn. �?g er jafn gamall gosinu og afi sagði mér oft frá dvöl sinni í Eyjum við björgunarstörf. �?g sá lengi fyrir mér kvikmynd byggða á björgunarafreki Skaftfellings, þegar þeir björguðu áhöfninni á þýska kafbátnum. Páll �?orbjörnsson afabróðir minn var skipstjóri. Að mínu mati er þetta einn af atburðum seinni heimsstyrjaldar sem sýnir hvað mennskan ristir djúpt.
�?ekking okkar dugir skammt
Ísland er að mörgu leyti öfgafullt land og Eyjar eru eins og öfgafull útgáfa af Íslandi. �?g hélt fyrirlestur í Eyjum þegar Draumalandið kom út fyrir 10 árum. �?ar sem ég stóð uppi á sviði til að ræða um hugmyndir og náttúruvernd horfði ég yfir salinn hugsaði. Hvað er ég að vilja upp á dekk? �?víða í heiminum er önnur eins nálægð við ógnarkrafta náttúrunnar og oftar en ekki hefur náttúran haft yfirhöndina. Hvað hef ég að segja við fólk sem býr með Eldfell í bakgarðinum með útsýni yfir Eyjafjallajökul með svarrandi brimið allt í kring? Staðreyndin er samt sú að maðurinn í heild sinni er orðinn afl sem bræðir jökulinn og getur hækkað sjálft sjávarmálið. Hvarf lundastofnsins sýnir hversu hratt heimurinn er farinn að breytast og hvað þekking okkar dugir skammt. Við sem erum í beinni snertingu við þessar breytingar eigum að láta rödd okkar heyrast og hvetja heimsbyggðina til nýta hugvit sitt og tækni til að fara vel með þessa jörð. �?að á að vera eitt mikilvægasta hlutverk forseta Íslands. Reynsla og bakgrunnur �?g býð mig fram í embætti forseta Íslands með reynslu mína og bakgrunn í farteskinu. Forseti Íslands á ekki að hafa staðið utan fylkinga, hann á að hafa reynslu af því að starfa með fylkingum sem hafa sett mikilvæg mál á dagskrá á síðustu árum. Hann á að greina
tækifæri til að bæta samfélagið. �?g fer fram með reynslu mína af því að örva lestaráhuga barna, áhuga á eflingu lýðræðis, reynslu úr nýsköpun þar sem ég hef starfað í Toppstöðinni í Elliðaárdal og innsýn í mennta og menningarmál. Bækur mínar eru komnar út í 35 löndum og ég hef langa reynslu af því að vera fulltrúi Íslands um allan heim.
Byggðamál mikilvægustu málin
Forseti Íslands kíkir ekki í heimsókn heldur dvelur meðal landsmanna og hlustar á það sem fólk hefur að segja. Hann er í þjónustuhlutverki og tekur hlutverk sitt alvarlega. Forseti Íslands á að fara á ,,Aldrei fór ég suður” en um leið og hann lofar Mugison fyrir framtakið þá spyr hann augljósrar spurningar: Ef einn strákur með gítar hringir í vini sína og skapar allt þetta, hvað gætu 200 stærstu fyrirtæki landsins gert fyrir Ísafjörð? Ef hópur af hugsjónafólki hefur breytt heilu hraðfrystihúsi í skapandi miðstöð á Stöðvarfirði – af hverju getur heill banki ekki haldið úti hraðbanka í bænum? Forseti Íslands á ekki að taka þátt í pólitísku dægurþrasi en hann má gjarnan ávarpa stóru myndina. Forseti Íslands á að hafa reynslu af því að fá ólíka hópa til að vinna saman. Byggðamál eru eitt af okkar mikilvægustu málum og við þurfum og viljum halda uppi byggð um allt land. Byggðamál eru mál sem er ekki aðeins á framfæri alþingis og ráðherra heldur mál sem snertir okkur öll og við verðum að bera ábyrgð á sem þjóð. Á ferð minni um landið hef ég kynnst þeim málum sem brenna hvað mest á þjóðinni, í Vestmannaeyjum eru það samgöngurnar og sjálfsagður réttur manneskju til að fæðast í Vestmannaeyjum. Forseti Íslands á að hafa reynslu af skapandi starfi vegna þess að framtíðin byggir í auknum mæli á skapandi greinum eða bættri nýtingu á hráefni sem fellur til hérlendis. Í einni af ferðum mínum til Vestmannaeyja sá ég lifandi steinbít í fyrsta sinn. Í kjölfarið kafaði ég ofan í fiskabækur og furðaði mig á því hversu fáar bækur eru til á Íslensku sem gæti örvað áhuga barna á fiskum. �?að er ekki talin sjálfsögð þekking að þekkja nytjafiska okkar, hvað þá allar ófrenjunar og kjaftaglennurnar sem koma upp af djúpmiðum.
Hafið á að vera innblástur
Í fyrirlestrum fyrir kennara spyr ég stundum hvort menntakerfið okkar sé miðað við umhverfi okkar og framtíðarmöguleika. Hafa börn okkar áhuga á fiskum? Hvernig eigum við að tengja börn við hafið, þegar þau alast upp í úthverfum með litla snertingu við sjóinn, sjómennsku eða sjávarútveg? Hafið ætti að vera börnum landsins innblástur, þau eiga að hafa æði fyrir fiskum, þau eiga að fyllast löngun til að verða kafarar, sjómenn og sjávarlíffræðingar. �?að væri andlega örvandi og hvetjandi námslega en líka mikilvægt fyrir sjávarbyggðir, vegna þess
að þær þurfa að laða til sín börnin sem nú alast upp í Kórahverfi. �?egar landhelgi Íslands var færð út þá varð Ísland miklu meira haf heldur en land. Landhelgin er nefnilega sjö sinnum stærri en sjálft Ísland. �?ess vegna er spurningin ,,hefurðu migið í saltan sjó?” alveg gjaldgeng, börnin okkar munu nefnilega ekki aðeins erfa landið – heldur munu þau erfa hafið. Forsetinn er ekki bara forseti Íslands, hann er forseti hafsins. Við Íslendingar veiðum 1% af öllum fiski í heiminum og líklega höfum við aðeins nýtt 1% af öllum þeim tækifærum sem búa í hafinu kringum Ísland. Tækniframfarir leysa af hólmi vinnu-afl á sjó og landi en vöxturinn í framtíðinni verður að mestu leyti gegnum aukna verðmætasköpun
með rannsóknum og markaðsvinnu.
Vestmannaeyjar í lykilstöðu
Börnin sem munu erfa hafið munu taka við fiskveiðistjórnun og veiðiflotanum en þau þurfa líka að berjast gegn mengun, plasti í höfum, súrnun sjávar og öðrum mikilvægum hagsmunamálum. Hvað kemur það forsetanum við? Jú forsetinn getur tengt saman fólk innanlands og utan og getur tekið þátt í að móta framtíðarsýn. Hann getur tengt saman fyrirtæki, stofnanir og skóla vegna þess að hann er þjóðkjörinn og hann má og á að tala við alla. Hann getur jafnvel farið með skólahópum í köfun eða á skak og vakið athygli á því að störfin sem börnin munu vinna í framtíðinni gætu verið gamalgróin eða falin í einhverju sem þau munu sjálf finna upp. �?au munu byggjast á því sem kveikir áhuga þeirra og hugmyndum þeirra í framtíðinni. �?orskastríðum er lokið en þroskastríðið felst í því að útvíkka landhelgina innra með okkur og skynja tækifærin sem uppgötvast einungis með því að beina hæfileikum framtíðarinnar í réttan farveg. �?að væri metnaðarmál að sjá 50 – 100 manna alþjóðlega hafrannsóknarstofnun byggjast upp í Vestmannaeyjum á næstu árum. Vestmannaeyjar eru í lykilstöðu hvað þetta varðar, sérstakt samfélag og mikilvægt í menningarflóru Íslands sem má ekki verða einsleitni að bráð. Vestmannaeyjar eru útvörð- ur Íslands gagnvart hafinu sem er fullt af tækifærum til nýtingar, nýsköpunar vaxandi verðmætasköpunar. Vestmannaeyingar hljóta alltaf að vera í fararbroddi á landsvísu hvað þetta varðar, annars vegar við að verja hafið gegn mengun og ofnýtingu, hins vegar við að skapa ný tækifæri.