Við Íslendingar vitum hversu mikilvægt það er að forseti Íslands hafi burði og þor til að taka erfiðar ákvarðanir og verja hagsmuni lands og þjóðar. Á ögurstundu má dómgreind ekki bresta en treysta á reynslu og þekkingu á íslenskri stjórnsýslu, stjórnmálum, menningu og atvinnulífi. �?að er ekki aðeins eðlilegt og sanngjarnt, heldur nauðsynlegt, að gerðar séu kröfur um að sá er gegnir embætti forseta geti mótað sér sjálfstæðar skoðanir í mikilvægum málum og tekið ákvarðanir af yfirvegun. �?á er ekki hægt að taka mið af dægurvinsældum, bogna undan þrýstingi áhrifaafla eða láta raddir hinna háværu en fámennu hafa áhrif. Sá sem gegnir embætti forseta hverju sinni mótar embættið með sínum hætti. Í aðdraganda kosninganna hef ég lagt áherslu á að breyta í nokkru inntaki forsetaembættisins. �?g vil færa forsetann að fólkinu og fólkið að forsetanum �?? bjóða öllum landsmönnum heim að Bessastö um �?? gera Bessastaði að sannkölluðu þjóðarheimili. Forseti sem þekkir þjóðarsál Íslendinga og er hreykinn af landi og þjóð, án hroka eða yfirlætis, getur stuðlað að meiri sátt í þjóðfélaginu. Á komandi misserum og árum er mikilvægt að við hugum sameiginlega að innviðum samfélagsins og þá ekki síst hinum andlegu innviðum, tökumst á við óróann og ósættið sem hefur náð að grafa um sig í samfélaginu. �?ar getur forseti gegnt lykilhlutverki. Um leið og forseti plægir jarðveg sátta verður hann að hafa kjark til að stöðva þöggun og brjóta niður umræðubann um tiltekna þætti í samfélaginu. Forsetinn þarf því að vera tilbúinn til að knýja á um umræðu um mikilvæg þjóðfélagsmál, sem leiðir til jákvæðra athafna í þágu lands og þjóðar. Um leið
getur forsetinn tryggt að raddir hinna hófsömu og þeirra sem standa höllum fæti fái að heyrast en verði ekki kaffærðar með hrópum hinna fáu sem hæst hafa. Forseta ber að gæta hófsemdar í málflutningi sínum og allri framkomu. �?ær aðstæður kunna hins vegar að skapast að hann geti ekki og megi ekki víkjast undan því að taka opinberlega afstöðu í mikilvægum og erfiðum málum sem skipta land og þjóð miklu. Forsetinn á að blása fólki �?? ekki síst ungu fólki �?? bjartsýni í brjóst og stuðla með sínum hætti að því að við séum öll stolt af því að vera Íslendingar og höfum trú á framtíðinni, hreykin af menningu okkar og sögu. Hannes Hafstein hafði óbilandi trú á landi og þjóð. Um aldamótin 1900 bar hann þá von í brjósti að Íslendingar yrðu að nýju sjálfstæð þjóð sem gengi frjáls að arfi sínum. Í kvæðinu Aldamótin hvatti Hannes samlanda sína til samstöðu. Brýning Hannesar fellur
aldrei úr gildi: Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er: Að elska, byggja og treysta landið. �?á mun sá guð, sem veitti frægð til forna, fósturjörð vora reisa endurborna. �?á munu bætast harmasár þess horfna, hugsjónir rætast. �?á mun aftur morgna. Reynslan og þekkingin gerir mér kleift að takast á við flestar þær aðstæður sem upp geta komið. Verði ég kallaður til þess verks að gegna embætti forseta Íslands, mun ég standa þá vakt af sanngirni og af þeirri yfirvegun sem reynslan hefur kennt mér.