Frá Vestmannaeyjum til Vesturheims
Ráðstefna í Sagnheimum 7. júní kl. 9-12:
6. júní, 2025
Aðsend mynd.

Á morgun, laugardag verður haldin afar áhugaverð ráðstefna í tilefni þess að í ár eru 170 ár liðin frá því að Íslendingar settust fyrst að í Vesturheimi. Elsta Íslendingabyggðin er í  bænum Spanish Fork, Utah en þar settust þrír einstaklingar að þann 7. september 1855. Það voru þau hjónin Samúel Bjarnason og Margrét Gísladóttir frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum og Helga Jónsdóttir frá Landeyjum.

Fram að fyrri heimstyrjöld, árið 1914,  fluttust til Utah  rösklega 400 Íslendingar, þar af helmingurinn frá Vestmannaeyjum. Flestir þeirra settust að í Spanish Fork og afkomendur þeirra eru ótrúlega margir ennþá búsettir þar. Í heildina er talið að fimmti hver Íslendingur hafi yfirgefið ættjörðina og sest að í Kanada og Bandaríkjunum. Saga Utah-fara er hins vegar einstök, auk þess sem hún er nátengd sögu Vestmanneyja.

Þá er þess einnig minnst á ráðstefnunni að 50 ár eru frá endurvakningu trúboðs á Íslandi.

Á meðal þess sem fjallað verður um á ráðstefnunni er uppruni vesturfara frá Eyjum, ferðin til Utah, persónulegar minningar á fyrstu árum trúboðsins og kynning á nýjum gagnagrunni um íslenska mormóna. Þá mun þjóðlagabandið Skógafoss flytja nokkur lög en meðlimir þess eru afkomendur Vestmanneyinga.  Auk þess mun ríkisstjórinn í Utah og bæjarstjórarnir í Spanish Fork og Vestmannaeyjum flytja ávörp.

Ráðstefnan hefst í Sagnheimum klukkan 09:00 í fyrramálið. Boðið verður upp á súpu og brauð að fyrirlestrum loknum. Verið öll hjartanlega velkomin, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Ráðstefnan er styrkt af SASS.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.