Frá Vestmannaeyjum til Vesturheims
Ráðstefna í Sagnheimum 7. júní kl. 9-12:
Aðsend mynd.

Á morgun, laugardag verður haldin afar áhugaverð ráðstefna í tilefni þess að í ár eru 170 ár liðin frá því að Íslendingar settust fyrst að í Vesturheimi. Elsta Íslendingabyggðin er í  bænum Spanish Fork, Utah en þar settust þrír einstaklingar að þann 7. september 1855. Það voru þau hjónin Samúel Bjarnason og Margrét Gísladóttir frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum og Helga Jónsdóttir frá Landeyjum.

Fram að fyrri heimstyrjöld, árið 1914,  fluttust til Utah  rösklega 400 Íslendingar, þar af helmingurinn frá Vestmannaeyjum. Flestir þeirra settust að í Spanish Fork og afkomendur þeirra eru ótrúlega margir ennþá búsettir þar. Í heildina er talið að fimmti hver Íslendingur hafi yfirgefið ættjörðina og sest að í Kanada og Bandaríkjunum. Saga Utah-fara er hins vegar einstök, auk þess sem hún er nátengd sögu Vestmanneyja.

Þá er þess einnig minnst á ráðstefnunni að 50 ár eru frá endurvakningu trúboðs á Íslandi.

Á meðal þess sem fjallað verður um á ráðstefnunni er uppruni vesturfara frá Eyjum, ferðin til Utah, persónulegar minningar á fyrstu árum trúboðsins og kynning á nýjum gagnagrunni um íslenska mormóna. Þá mun þjóðlagabandið Skógafoss flytja nokkur lög en meðlimir þess eru afkomendur Vestmanneyinga.  Auk þess mun ríkisstjórinn í Utah og bæjarstjórarnir í Spanish Fork og Vestmannaeyjum flytja ávörp.

Ráðstefnan hefst í Sagnheimum klukkan 09:00 í fyrramálið. Boðið verður upp á súpu og brauð að fyrirlestrum loknum. Verið öll hjartanlega velkomin, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Ráðstefnan er styrkt af SASS.

Nýjustu fréttir

Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Vara við áhrifum samgönguáætlunar
Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.