Vortónleikar Tónlistarskólans, stóðu dagana 15. til 19. maí en á mánudaginn voru skólaslit þar sem lengra komnir nemendur léku.
�?að hefur verið líflegt í skólanum í vor en allir tónleikarnir fóru fram í sal skólans nema tvennir sérstakir söngnematónleikar sem fram fóru í Safnaðarheimili Landakirkju. �?ar var �?órhallur Barðason, söngkennari við stjórnvölinn en hann hefur skilað frábæru verki þann tíma sem hann hefur kennt við skólann.
Nemendurnir sem fram komu á tónleikunum á mánudaginn voru Björgvin Geir Björgvinsson á klarinett, Bergþóra �?löf Björgvinsdóttir á klarinett, Kristín Halldórsdóttir söngkona og Bogi Matt Harðarson á trompett. Hafa þau öll náð góðum tökum á hljóðfæri sín og var gaman og notalegt að hlýða á þau. Og það sama má segja um Kristínu sem sló í gegn. Strengjasveit skólans sem þrír kennarar skipa, Jarl Sigurgeirsson fiðla, Eyrún �?óra fiðla og Kitty Kovacak selló, kom fram á tónleikunum.
Fjórtán nemendur tóku áfangapróf, níu söngnemendur og fimm á hin ýmsu hljóðfæri. Hafa þau öll náð góðum árangri.
Stefán Sigurjónsson, skólastjóri sagði að í haust hefðu 160 nemendur skráð sig í skólann en í vor voru þeir 140. Sjálfur er Stefán að fara í árs leyfi en hann hefur starfað við skólann frá árinu 1976, fyrst sem stundakennari.
Stefán hefur lengi verið liðtækur á klarinett, byrjaði 1968 og á sama hljóðfærið frá 1974. Á tónleikunum færði hann Björgvini Geir hljóðfærið að gjöf sem fékk sérstaka viðurkenningu frá Rotary fyrir framfarir á árinu.
�??�?etta starfsár hefur verið gott hjá okkur og svo vonar maður að það verði góð aðsókn í haust. Tónlistarskólinn í Vestmannaeyjum er góður skóli. �?að sýndi sig á þessum tónleikum þar sem komu fram nemendur sem við getum verið stolt af og eru frábær vitnisburður um skólann og starfið hjá okkur,�?? sagði Stefán.