Leikritið Blái hnötturinn, eftir Andra Snæ Magnason var frumsýnt í dag hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Guðjón Þorsteinn Pálmarsson er leikstjóri verksins en uppselt var á frumsýninguna og reyndar rétt rúmlega það enda þurfti að bæta við stólum í sal Leikfélags Vestmannaeyja. Og sýningin stóð svo sannarlega undir væntingum, bráðskemmtileg og óhætt að mæla með heimsókn í leikhúsið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst