Samkvæmt skýrslu Námsmatsstofnunar um samræmd könnunarpróf haustið 2009 í 4. 7. og 10. bekk var árangur nemenda í Grunnskóla Vestmannaeyja mjög góður. Þetta kom fram á fundi fræðslu- og menningarráðs þar sem fræðslufulltrúi kynnti helstu niðurstöður. Þar segir að nemendur í 4. bekk 2009 til 2010 hafi náð frábærum árangri í stærðfræði og góðum árangri í íslensku. Fáir nemendur eru með lága einkunn og mun fleiri með miðlungs- og háar einkunnir.