Þessi hugmynd af fá Baldur í þessar siglingar er svo döpur fyrir okkur Eyjamenn að það hálfa væri nóg. Sú þögn sem mér finnst hafa verið í kringum þann gjörning á fá þetta skip af hálfu bæjarstjórnar finnst mér með ólikindum. Já já ok þetta eru bara 2 vikur en þetta er ekki það sem á ða bjóða okkur uppá árið 2009. Baldur er alls ekki svo slæmt skip það er bara ekki hannað fyrir úthafssiglingar og þetta hafa menn vitað allan tímann en bara ropað ofan í kaffibollann og látið þetta yfir sig ganga – kannski að menn séu bara orðnir eins og Gísli Marteinn hérna í Eyjum og bara á Facebook á fundum þegar mikilvæg málefni eru rædd – he he – Menn hefðu getað gert betur þarna.