Landgræðslan og Háskóli Íslands hafa undirritað viljayfirlýsingu um að efla rannsóknir og samstarf þessara stofnana. Háskólinn hyggst koma á fót fræðasetri í Gunnarsholti því hann stefnir að því að útvíkka fræðasetur sitt að Reykjum í Ölfusi, (Háskólasetrið í Hveragerði, Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands) þannig að það verði Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi með þremur starfsstöðvum; að Reykjum í Hveragerði eins og nú er, á Selfossi auk Gunnarsholts.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst