Rok og rigning tók á móti liðunum í hressilegri vestanátt við Hástein. Sem er líklega skýringin á fáum en ansi kátum áhorfendum, en einungis 103 mættu á völlinn að þessu sinni.
Það voru æsispennandi lokamínúturnar þar sem Þórhildur Ólafsdóttir stal boltanum fimlega frá leikmanninn KR kláraði sjálf að marki og skoraði þriðja mark ÍBV, og það í uppbótartíma.
Niðurstaðan er 3-1 verðskuldaður sigur Eyjakvenna. Ljóst að liðið er í góðu jafnvægi og á flottri siglingu. En í leiknum í dag byrjuðu þær undir og unnu sig aftur inn í leikinn og héldu karakter uppi allan tímann.
Hin mörk ÍBV skoruðu Hanna Kallmeier og Rebekka Sverrisdóttir, en það síðara var sjálfsmark.
Stelpurnar okkar eru komnar upp í 4. sætið aftur með sigrinum en KR konur eru komnar á botninn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst