Dúettinn Framkoma kemur fram á árshátíð Vinnslustöðvarinnar í kvöld í Höllinni. Dúettinn skipa þau Sísí Ástþórsdóttir, söngkona og Ágúst �?skar Gústafsson, læknir, rithöfundur, tónskáld, tónlistarmaður, fimmaurasmiður og eitt og annað meira. Jórunn Einarsdóttir birti í dag myndband af þeim æfa rokkballöðuna Nothing else matters sem rokkjötnarnir í Metallica gerðu ódauðlegt. �?etta er hins vegar í fyrsta sinn sem blaðamaður Eyjafrétta heyrir lagið í þessari útgáfu, píanóundirleikur og söngur. Og óhætt er að segja að sjón sé sögu ríkari. Mælt er með því að hækka vel í tölvunni.