Framkvæmdir við Barnaskóla Vestmannaeyja sem hófust sumarið 2007 eru nú langt komnar og farið að sjá fyrir endann á verkinu. Framkvæmdirnar voru mun yfirgripsmeiri en menn ætluðu í fyrstu en það stafaði fyrst og fremst af slæmu ástandi skólans sem undirstrikar mikilvægi þessara framkvæmda. Fyrir vikið tókst ekki að ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma en við gerum ráð fyrir að vinna við verkefnið geti hafist aftur af krafti nú þegar skóla lýkur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst