Íslenskt samfélag hefur á mannsaldri gengið í gegnum gríðarlegar breytingar sem okkur gengur misvel að sætta okkur við. �?að gilda nákvæmlega sömu lögmálin í sýn okkar á samfélagið eins og gilda í lífi hvers og eins. Okkur er nauðsynlegt að kannast við fortíð okkar, standa traustum fótum í henni og sættast við hana með öllum þeim þolláki sem er í þeirri sögu. Aðeins þannig erum við fær um heilbrigða framtíðarsýn.
Framtíð íslensku þjóðarinnar er vitaskuld ekki í moldarkofum forfeðra vorra en hún er í afdalnum. Sjálft landið er afdalur heimsins og samt nafli hans. Við getum hatast út í þennan afdal og talað okkur niður til þess að hér sé allt verra en í milljónaborgunum. Mynt okkar heiti ekki einu sinni almennilegu nafni. Byggt okkur framtíðarsýn á fyrirlitningu á öllu sem okkur tilheyrir hvort sem það er sagan, menningin eða landið. En það er ekki heillavænlegt.
Heillavænlegra er að horfa á möguleika okkar lands út frá sögunni og þeim tæknimöguleikum sem samtíminn hefur að bjóða. Hlutverk stjórnvalda í þeirri uppbyggingu er að skapa skilyrðin með háhraðatengingum, samgöngubótum og háskólasetrum um land allt.
Fyrir mannsaldri síðan reiknuðu reiknuðu reikniglöggir menn út að við �?lfusárbrú í Árnesþingi gætu í hæsta lagi búið tvær fjölskyldur, alls ekki þrjár. �?egar íbúarnir voru nokkrum árum seinna orðnir 100 reiknuðu enn aðrir út að Selfyssingar gætu orðið 200, alls ekki fleiri. �?g man ekki ártölin eða tölurnar nákvæmlega en þetta var einhvernveginn svona. Í dag eru þeir á sjöunda þúsundinu þvert á öll vísindi.
Selfossbær er vel í sveit settur og hefur dafnað. Ef stjórnvöld halda rétt á málum geta fleiri byggðarlög í landinu dafnað. Nýting okkar náttúruauðlinda byggir á því að við byggjum landið allt. Með því að færa þekkingu og menntun út um landið sköpum við möguleika á að nútímalegri búauðgistefnu. Hún getur legið í virkjun vindorku á Vestfjörðum eða lífdíselframleiðslu í Skaftafellssýslu.
Ef við af skammsýni höldum áfram að hrúga allri uppbyggingu ríkisins og allri menntastarfssemi þjóðarinnar niður á einum stað drögum við úr líkum þess að þjóðin haldi vopnum sínum og noti til fullnustu þá möguleika sem hún á í tækni og þróun.
(Birtist í Blaðinu í Reykjavík, 13. feb. 07)
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst