Útibú Íslandsbanka í Vestmannaeyjum flytur í dag í nýtt og glæsilegt húsnæði að Strandvegi 26. Þar með lýkur 65 ára bankastarfsemi í gamla bankahúsnæðinu við Kirkjuveg. Öll hönnun og virkni nýja útibúsins tekur mið af sveigjanleika í skipulagi, nýrri tækni, öflugri ráðgjöf og þjónustuupplifun viðskiptavina.
Þórdís Úlfarsdóttir sagði í samtali við Eyjafréttir að undirbúningur flutninganna hafi gengið vel. „Við höfum þó ekki frekar en aðrir farið varhluta af Kórónaveirufaraldrinum og áhrifum hans.“ Þórdís segir tilhlökkun í bland við eftirsjá ríkja á meðal starfsmanna. „ Það er alltaf viss eftirsjá í því að flytja frá stað sem fólki hefur liðið vel á en einnig tilhlökkun að flytja á nýjan stað og takast á við breytingarnar sem því fylgja.“
Aðspurð um framtíð bankaútibúa hafði Þórdís þetta að segja. „Framtíðarbankaþjónustan verður sambland af tæknilausnum og persónulegri þjónustu. Við vitum að það er þörf á góðri ráðgjöf við stærri ákvarðanir og því höfum við lagt mikla áherslu á fræðslu, bæði fyrir einstakling og fyrirtæki, en síðan vitum við að það er mikil eftirspurn eftir stafrænum lausnum við einfaldari aðgerðir. Útibú Íslandsbanka hér í Eyjum á sér langa og farsæla sögu, það hefur verið einn af hornsteinum bankans frá upphafi. Það hefur verið styrkur okkar að hafa góðum og traustum starfsmönnum á að skipa alla tíð og einnig að hafa góða og trausta viðskiptavini.“
„Okkar markmið er og verður að veita bestu bankaþjónustuna og við hlökkum til að taka á móti viðskiptavinum okkar í nýja útibúinu,“ sagði Þórdís að lokum.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.